Miðvikudagur 06.10.2010 - 16:50 - Lokað fyrir ummæli

Færið lánin niður!

Það er vinstri stjórn og vinstri stjórnir jafna byrðum þannig að þeir efnameiri greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en þeir efnaminni.  Mér sýnist að ríkisstjórnin sé að breyta skattalögum í þá veru. Hún er því á réttri leið í björgunarstörfum sínum.  Málflutningur stjórnarandstöðunnar er út í hött.  Framsóknarmenn eru þó að mýkjast, einkum formaður hans. En ríkisstjórnin þarf að auka réttlæti.  Flatur niðurskurður á verðtryggðum lánum er nauðsynlegur til þess að auka réttlæti.  Það gengur ekki að venjulegt fólk sjái eignir sínar brenna upp eins og gerst hefur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Þegar kemur að skuldaniðurfærsluumræðunni ber mest á tveimur hópum sem mæla fyrir þeirri hugmynd.

    Annars vegar eru það þeir sem tala á sömu nótum og síðueigandi: að ástandið sé svo alvarlegt að við verðum að grípa inní núna þótt kostnaðurinn sé mikill. Þannig séu hagsmunirnir slíkir að rétt sé að velta kostnaðinum áfram á næstu kynslóðir, þrátt fyrir að ýmislegt (einkum breyttur aldurspíramídi þjóðarinnar) bendi til að við séum nú þegar farin að ætla þeim ansi miklar byrðar.

    Þetta finnst mér vitrænt viðhorf og að hæglega sé hægt að ræða málin á þeim grunni og koma sér saman um einhverja útfærslu sem dreifi högginu. Um slíkt hlyti að vera hægt að ná býsna almennri sátt.

    Hins vegar eru það þeir sem telja að þessi aðgerð yrði ókeypis og sársaukalaus, sbr. Kalla hér að framan. Vandinn er að „ofteknu heimatilbúnu vextirnir“ og peningarnir sem „voru aldrei til“ – hafa því miður þegar myndað grunninn að öðrum skuldbindingum og vaxtagreiðslum. Niðurfærsla um tugi prósenta á lífeyrissjóðslánum mun því þýða hressilega niðurfærslu á greiðslum til sjóðsfélaga. Þegar það fólk sér lífeyri sinn lækka verulega, þá mun því ekki finnast mikil huggun í að heyra að það sé ekki að tapa neinu af því að réttindin hafi ekki verið til í alvöru… Sama hlyti að gilda um fólk sem átti sparifé.

    Ég þykist svo sem vita að lífeyrisþegar landsins væru upp til hópa tilbúnir að taka á sig eitthvert högg til að bjarga kynslóð barna sinna og barnabarna – þannig myndi maður amk hugsa þetta sjálfur. En það þjónar engum tilgangi að nálgast málið eins og að til sé sársauka- og útgjaldalaus lausn á málinu.

  • Baldur Kristjánsson

    Þakka vitræna umræðu. Í upphafi var þetta hálfgert andvarp hjá mér en ég hef þó afrekað það að láta gáfumenn draga fram flest rök máls a.m.k. sjálfum mér og vonandi einhverjum öðrum til hugbóta. Populismi já. Leiðinlegt væri að sjá stjórnina falla vegna þessa því ekki er víst að órói og hægrimennska verði komandi kynslóðum til góðs. Kv. B

Höfundur