Fimmtudagur 07.10.2010 - 19:52 - Lokað fyrir ummæli

Öfgaklerkar og Háskóli Íslands!

Það er til einföld leið til þess að draga úr hættunni á því að Islamskir öfgaklerkar festi rætur hér. Það má gera þá kröfu að forstöðumaður trúfélags og þar með forstöðumenn mosku hérlendis séu með gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands.  Það gæti lífgað mjög guðfræðiskor H.Í. ef þangað sæktu nám auk kristinna, búddar, íslamstrúar, ásatrúarmenn og guðleysingjar ef út í það er farið.  Þannig er það í guðfræðideildum heimsins og örugglega nú þegar í einhverju mæli hér.  Ef  fimm ára háskólanám yrði gert sem skilyrði til að standa fyrir trúfélagi myndi ruglukollunum fækka eða réttara sagt það væri búið að gera heiðarlega tilraun til þess að afrugla þá.

Þetta með innlent háskólanám og moskur er ekkert grín. Þetta hefur verið innleitt t.d. i Svíþjóð og rætt víða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (29)

  • Einar Jörundsson

    Það er alltaf gaman að líta við hjá þér Baldur – áhugaverðar pælingar og oftast málefnaleg umræða. Ég hef verið utan trúfélaga í 30 ár og hef enga trúarsannfæringu. Hinsvegar á ég ekki í neinum vandræðum með að virða trúarþörf og -skoðanir annarra og mér líst aldeilis ljómandi vel á hugmyndina um guðfræði í víðustu merkingu, undir merkjum HÍ. Hver veit nema það gæti orðið til þess að við kæmumst hjá þeirri tortryggni og ótta sem er víða landlægur og virðist íbúandi í viðmóti fólks til ólíkra trúabragða. Allavega – skemmtilegar pælingar eins og venjulega.

Höfundur