Við þurfum að finna lykt af réttlæti. Tugþúsundum saman höfum við horft upp á lánin okkar vaxa og eignir okkar verða að engu. Okkur finnst með réttu að við séum að borga hrunið með endalausu striti okkar. Mörg okkar óttast að flæmast burt af heimilum okkar. Það er þessi skortur á réttlæti sem gerir okkur reið. Ekki bara þau okkar sem standa í biðröðum eftir mat. Ekki bara þau okkar sem óttast um heimili sín. Heldur okkar allra sem sjáum fram á að síga oní gröf okkar í heilu lagi eða nýbrennd án þess að skilja neitt eftir handa börnum okkar. Með striti okkar borgum við fjárglæfra í skjóli barnalega vitlausrar hugmyndafræði frjálshyggjunnar.
Og þau okkar sem eru ung og lifa það að skríða upp úr núverandi ráni, þeirra bíður ný kreppa þar sem gengislækkun færir enn til peninga og eignir í samfélaginu frá fjöldanum til hinna betur settu. Og þess vegna er svo sárgrætilegt að sjá yzta vinstrið ganga í lið með eigna- og valdafólki lýveldisins í því að halda okkur utan þess skjóls sem evran gæti orðið okkur sem fullgildum meðlimum í samstarfi frjálsra ríkja í Evrópu.
Með upptöku €vrunnar nýttu kaupmenn á Ítaliu sér ruglað verðskyn fólks til þess að hækka verðlag daglegra nauðsynjavara að meðaltali um 17%
Það er svipuð % og sú kjaraskerðing sem hér hefur orðið frá Hruni.
Hver er reynslan af verðbreytingum íslenskrar verslunarstéttar í undanförnum gengissveiflum og myntbreytingunni 1981?
Gætum við átt von á annarri eins kjaraskerðingu við það eitt að taka upp evru?
(Hef ekki öruggar tölur frá Grikklandi, en heyrst hefur að þar hafi kaupmenn seilst dýpst í vasa almennings)
Veit presturinn Baldur ekki að Evrópusambandið er verk Satans sem er nú að reyna að kaupa íslensku þjóðarsálina? Vill hann virkilega sjá hvað er í boði?
Það er ekkert skjól í Evrunni eða ESB fyrir íslendinga.
Það er gamall málsháttur að svo sé og það er einmitt ESB sjálft sem hefur sannað það rækilega.
Þar ber helst að nefna hrun Grikklands sem er í ESB og með Evru til fjölda ára. En einnig st+orvandræði Írlands, Spánar og Portúgals.
Sjálfur bý ég á Spáni og hér er ástandið miklu verra en á Íslandi. Atvinnuleysi er nú komið yfir 20% aftur og fer ennn hækkandi. Eftirlaun og laun opinberra starfsmanna hafa verið skorin niður einhliða. Fyrirtækin eru á hausnum og sveitarfélögin einnig. Bankakerfið heldur enn stýflunni sem sífellt þyngist því að í raun er bankakerfi Spánar gjaldþrota. Fólk missir húsnæði sitt í stórum stíl og er borið út. Húsnæðisverð hefur lækkað um helming á s.l. 2 árum.
Almennt sést nú betl öryrkja og barna og fátækss fólks á götum úti. Er það svo slæmt í þínu prestakalli eða í Árborg eða reykjavík séra Baldur.
Nei ESB eða Evra er ekkert annað en ávísun á áþján og helsi fyrir Ísland og íslensku þjóðina.
Ekkert að þakka félagi Baldur. Ég hefði getað endað enn fallegar og sagt að þú ættir alfarið að hætta að skrifa hérna.
Ég gleymi aldrei þegar þú, lútherskur presturinn, stakkst upp á því að við tækjum bara upp kaþólskuna aftur – að vísu eitthvað endurbætta. Ef þú skrifar þannig um trúmál, þegar verið er að ræða kynferðislega misnotkun kirkjunnar þjóna á skjólstæðingum sínum, við hverju megum við þá ekki búast af þér hvað stjórnmálin varðar?