Við þurfum að finna lykt af réttlæti. Tugþúsundum saman höfum við horft upp á lánin okkar vaxa og eignir okkar verða að engu. Okkur finnst með réttu að við séum að borga hrunið með endalausu striti okkar. Mörg okkar óttast að flæmast burt af heimilum okkar. Það er þessi skortur á réttlæti sem gerir okkur reið. Ekki bara þau okkar sem standa í biðröðum eftir mat. Ekki bara þau okkar sem óttast um heimili sín. Heldur okkar allra sem sjáum fram á að síga oní gröf okkar í heilu lagi eða nýbrennd án þess að skilja neitt eftir handa börnum okkar. Með striti okkar borgum við fjárglæfra í skjóli barnalega vitlausrar hugmyndafræði frjálshyggjunnar.
Og þau okkar sem eru ung og lifa það að skríða upp úr núverandi ráni, þeirra bíður ný kreppa þar sem gengislækkun færir enn til peninga og eignir í samfélaginu frá fjöldanum til hinna betur settu. Og þess vegna er svo sárgrætilegt að sjá yzta vinstrið ganga í lið með eigna- og valdafólki lýveldisins í því að halda okkur utan þess skjóls sem evran gæti orðið okkur sem fullgildum meðlimum í samstarfi frjálsra ríkja í Evrópu.
Leitar Torfi nú ekki langt yfir skammt
Hvers vegna Torfi ertu að tala svona til fólks inn á þess eigin svæði? Líður þér betur ef þú heldur að þér takist að láta öðrum líða illa? Bkv. Baldur
Tek undir að þetta comment Torfa hér að ofan er hreint út sagt ómálefnanlegt og andstyggilegt og hefur ekkkert með efni þessarar umræðu að gera.
Bloggskrif síðuhaldara eru alltaf kurteisleg og málefnaleg og leggja oft gott eitt til til þjóðfélagsumræðunnar og er ég honum oft sammála um margt, nema í ESB málunum, þar erum við algerlega á öndverðum skoðunum.
En svoleiðis verður það bara að vera.
Kannski skiptir Baldur um skoðun á því máli síðar. Ég á ekki von á að ég geri það því að ég var einu sinni hlynntur ESB en hef algerlega snúist gegn ESB apparatinu eftir því sem ég hef kynnst þessu ólýðræðislega og miðstýrða afstyrmis apparati betur.