Það er vinstri stjórn og vinstri stjórnir jafna byrðum þannig að þeir efnameiri greiða hlutfallslega meira til samfélagsins en þeir efnaminni. Mér sýnist að ríkisstjórnin sé að breyta skattalögum í þá veru. Hún er því á réttri leið í björgunarstörfum sínum. Málflutningur stjórnarandstöðunnar er út í hött. Framsóknarmenn eru þó að mýkjast, einkum formaður hans. En ríkisstjórnin þarf að auka réttlæti. Flatur niðurskurður á verðtryggðum lánum er nauðsynlegur til þess að auka réttlæti. Það gengur ekki að venjulegt fólk sjái eignir sínar brenna upp eins og gerst hefur.
Það verður afskaplega ánægjulegt ef lánin verða færð niðir. Eitthvað sem ég er viss um að fólkið í landinu fagnar.
> Flatur niðurskurður á verðtryggðum lánum er nauðsynlegur til þess að auka réttlæti.
Flatur niðurskurður á verðtryggðum lánum gagnast ekki þeim sem verst standa og færir hellings peninga til þeirra sem vel standa – eins og t.d. mín. Ég afþakka hér með flatan niðurskurð til mín, frekar vil ég að peningarnir fari til þeirra sem virkilega þurfa á þeim að halda.
„Vinstri stjórnin“ er vinstri mönnum til skammar.
Þinn skelfilegi og guðlausi flokkur hefur haft 18 mánuði til að bregðast við vandanum og ekkert aðhafst.
Þessi skríll felur sig nú á bakvið stálgirðingar og óeirðalögreglu.
Flokkshyggjan kæfir hér allt en þú ert nú hallur undir frelsandi hugmyndakerfi.
Málflutningur þinn er óboðlegur og ekki menntuðum manni sæmandi.
Við krefjumst þess að spillingaröflin í öllum flokkum verði upprætt og heiðarlegu fólki verði falið að endurreisa hið ónýta alþingi.
Þessi vinstri stjórn hljómar einsog hægri stjórn. Þeir hugsa ekki um almenning
heldur hvernig megi bjarga bönkunum, því ef bankarnir falla þá fellur skuldin á skattgreiðendum sem þurfa að taka á sig meiri birgði til að geta lifað í þessu vesæla landi. Hmmmm. Kannski er betra að hafa óstjórn.
Norway here i come.