Fimmtudagur 07.10.2010 - 19:52 - Lokað fyrir ummæli

Öfgaklerkar og Háskóli Íslands!

Það er til einföld leið til þess að draga úr hættunni á því að Islamskir öfgaklerkar festi rætur hér. Það má gera þá kröfu að forstöðumaður trúfélags og þar með forstöðumenn mosku hérlendis séu með gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands.  Það gæti lífgað mjög guðfræðiskor H.Í. ef þangað sæktu nám auk kristinna, búddar, íslamstrúar, ásatrúarmenn og guðleysingjar ef út í það er farið.  Þannig er það í guðfræðideildum heimsins og örugglega nú þegar í einhverju mæli hér.  Ef  fimm ára háskólanám yrði gert sem skilyrði til að standa fyrir trúfélagi myndi ruglukollunum fækka eða réttara sagt það væri búið að gera heiðarlega tilraun til þess að afrugla þá.

Þetta með innlent háskólanám og moskur er ekkert grín. Þetta hefur verið innleitt t.d. i Svíþjóð og rætt víða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (29)

  • Baldur Kristjánsson

    Sæll Hjalti Rúnar. Hafi Guðfræði- og Hugvísindaskor ekki getu til að kenna Immönum þá vantar lítið upp á. Þetta er ekki kristinn prestaskóli lengur. Í kynningu um deildina stendur t.d. :
    ,,Löngum var litið á Guðfræðideildina sem prestaskóla fyrst og fremst, og námið við það miðað. Á síðari árum hefur námið við deildina hins vegar orðið æ fjölbreyttara og aukin áhersla til dæmis verið lögð á trúarbragðafræði og nýjar námsleiðir stofnaðar. Auk þess að leggja stund á hefðbundnar greinar guðfræðinnar kosta starfsmenn deildarinnar kapps um að mæta þörfum fjölmenningarlegs samfélags. Árið 2000 var í því skyni sett á laggirnar þverfaglegt nám í almennum trúarbragðafræðum“ Kv. B

  • Jón Yngvi Jóhannsson

    Þetta minnir nú svolítið á umræðurnar um trúfélagslögin á sínum tíma þegar Guðmundur Hallvarðsson gerði mikið veður út af því hvort forstöðumenn þyrftu að vera íslenskir ríkisborgarar eða ekki.

  • Hversu mörg prósent námsins snúast um önnur trúarbrögð en kristni?

  • Þessi lausn er tímaskekkja.

    Frekar er mál að leggja niður guðfræðina, setja trúarbragðafræði undir félags, sagn-og bókmenntafræði. Hætta að láta eins og prestdómurinn hafi eitthvað með akademíu að gera. Það er nú einu sinni komið árið 2010. Og leyfa þeim sem vilja stunda og styðja við hindurvitni að gera það í friði í sínum frítíma. Svona eins og þeim sem spila hlutverkaleiki eða tölvuleiki.

    Og ef grunur leikur um hryðjuverk eða kynferðisofbeldi að hringja í lögguna.

Höfundur