Fimmtudagur 07.10.2010 - 19:52 - Lokað fyrir ummæli

Öfgaklerkar og Háskóli Íslands!

Það er til einföld leið til þess að draga úr hættunni á því að Islamskir öfgaklerkar festi rætur hér. Það má gera þá kröfu að forstöðumaður trúfélags og þar með forstöðumenn mosku hérlendis séu með gráðu í guðfræði frá Háskóla Íslands.  Það gæti lífgað mjög guðfræðiskor H.Í. ef þangað sæktu nám auk kristinna, búddar, íslamstrúar, ásatrúarmenn og guðleysingjar ef út í það er farið.  Þannig er það í guðfræðideildum heimsins og örugglega nú þegar í einhverju mæli hér.  Ef  fimm ára háskólanám yrði gert sem skilyrði til að standa fyrir trúfélagi myndi ruglukollunum fækka eða réttara sagt það væri búið að gera heiðarlega tilraun til þess að afrugla þá.

Þetta með innlent háskólanám og moskur er ekkert grín. Þetta hefur verið innleitt t.d. i Svíþjóð og rætt víða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (29)

  • Hjalti Rúnar Ómarsson

    Baldur, guðfræðideildin er enn prestaskóli. Þarna er t.d. farið ítarlega í gegnum játningar Þjóðkirkjunnar! Viltu þvinga múhameðstrúarmenn í það? Viltu láta þá læra endalausar ritskýringar á trúarritinu þínu?

    Daði er með lausnina.

  • stefán benediktsson

    Daði og Hjalti………. Háskóli er ekki eins og iðnskóli. Í háskóla átt þú sjálfur að sjá um menntun þína, til að útskrifast verða niðurstöður þinar að standast gagnrýna hugsun jafningja þinna. Þessvegna þarf ekki endilega að „kenna“ allt í Háskóla. Þar verða bara að vera menn sem eru til þess bærir að meta hvort það sem þú ert að gera hefur einhverja merkingu.

  • Ég legg „guðfræði“ að jöfnu við gullgerðarlist.

    Furðulegt að þetta sé viðurkennd fræðigrein við háskóla sem rekinn er fyrir skattfé almennings.

    Kirkjan ætti að reka sinn prestaskóla og greiða kostnaðinn.

  • Mér þætti eðlilegt, ef af þessu ætti að verða, að til væri sérstök braut fyrir Imama.
    Ég held þó að það sé mjög tæpt að háskólinn geti staðið undir því.
    Trúabragðafræðin er í raun ekki til nema að nafninu til, guðfræðideildin þjónar fyrst og fremst þeim sem vilja læra um trú og menningu kristninnar.

    Ég stend sjálfur utan þjóðkirkju, þó ég sé að klára guðfræðina, í minni kirkju er ekki gerð krafa um guðfræðimenntun, við myndum vera vera óviðurkennt trúfélag heldur en að láta þvinga okkur til einhvers.

    Finnast þessi skot á guðfræðideildina svolítið fyndin. Langflestir háskólar á vesturlöndum voru upprunalega bara guðfræðideildir, ef guðfræði er svona óakademísk hljóta háskólar á vesturlöndum að vera handónýtir.
    Guðfræði er ekki kristinfræði í háskóla, þetta er í raun sambland af bókmennta- og sagnfræði auk heimspeki.
    Eða heldur einhver að sá sem lærir klassísk fræði hugsi eins og forngrikki?

Höfundur