Laugardagur 09.10.2010 - 16:48 - Lokað fyrir ummæli

Aðskilnaður.. út frá grein Friðriks Þórs

Þjóðkirkjufyrirkomulagið á sér langa sögu á Norðurlöndunum og samtvinnast lútherskunni sem gerir ráð fyrir því að kristninni sé ráðið innan landamæra furstans.  Þrátt fyrir þjóðkirkjufyrirkomulagið verður kirkjan e.k. ríki í ríkinu og telst árið 1907 eiga fjórðung allra jarðeigna landsins.

Ofanaf því höfum við verið að vinda, ef svo má segja, síðustu eitt hundrað árin með samningum milli ríkis og kirkju sem byggja allir á því að ríkið yfirtaki jarðirnar en en greiði kirkjunni um alla framtíð tiltekinn arð.  Í mannréttindastofnunum hefur þetta fyrirkomulag verið látið afskiptalaust af tveimur ástæðum(undirritaður er í einni slíkri). Fyrri ástæðan er:  Ekki er um að ræða fjárhagslegt misrétti heldur er um að ræða samninga milli ríkis og kirkju sem  átti lendur og tókst í öllu falli að semja um tiltekið uppgjör þegar hún lét þær af hendi.  Seinni röksemdin er óopinber:  Þetta er ekki ,, misrétti“ sem skiptir máli.  Ef við þurfum ekki að hafa áhyggjur af öðru þarna uppfrá þá getur við einbeitt okkur að öðrum svæðum í veröldinni (þægindarök).

En hvað um það : Aðskilnaður hefur ekkert með þjóðsöng eða fána að gera en kynni að hafa áhrif á frídaga til lengdar hugsað, eða af hverju á að gefa frí á jólunum frekar en á helgum dögum annarra en kristinna þegar (ef) ríkið verður hlutlaust í trúmálum (og varla höfum við efni á því að gefa öllum alltaf frí)?

Aðskilnaður, fullur aðskilnaður, yrði ekkert mál fyrir kirkjuna ef staðið yrði við samninga. Og verður ekki að standa við samninga við kirkjuna?  Uppá samninga skrifa ekki síðri lögfræðingar ríkisins megin en kirkjunnar megin.  Við verðum að reikna með því að dómstólar dæmdu kirkjunni í hag ef málið færi í hart.

Þá er í raun bara eftir spurningin sú hvort við vildum hafa ríkisvaldið hlutlaust í trúarefnum eins og er í Bandaríkjunum og Tyrklandi eða takandi beina afstöðu eins og er í Danmörku og Ísrael. (þriðju leiðina mætti hugsa sér þá að í 62. grein stjórnarskrár kæmi að ríkið styddi alla heiðarlega og skipulega trúarsöfnuði/siðafélög að uppfylltum vissum skilyrðum).

Það yrði óneitanlega verulegt högg fyrir þjóðkirkjuna ef hún yrði skilin eftir út á ísnum en hugsanlega bara gott fyrir hana ef ríkið stæði við samninga við hana(eða yrði neytt til þess).  Í þeirri stöðu mætti setja undir allt misrétti með því að ríkið greiddi samsvarandi til annarra trúfélaga í nafni jafnréttis.(Misréttið væri þá fólgið í því að forfeður manna hefðu átt aðild að jörðunum í fyrndinnióháð því hvort að fólk væri nú í þjóðkirkju eða ekki annarsvegar og hins vegar að fólk ætti ekki að gjalda þess að vera nýflutt til landsins en öll áunnin réttindi ,,langbúa“ eru vafasöm).  Þegar frá eru talin sóknargjöldin ,sem hvert trúfélag um sig myndi innheimta eða semja við innheimtuaðila eins og ríkið eða sveitarfélög að innheimta, yrðu það óverulegar upphæðir.

Aðskilnaður hefur orðið.  Við erum komin miklu lengra í þátt en Danir sem við hermum þó eftir í flestu. Mín niðurstaða er kannski fyrst og fremst sú að þetta sé ekki spurning um sparnað fyrir ríkið  heldur princíp. Kristin þjóð skv. stjórnarskrá eða hlutlaus?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Samningar eru uppsegjanlegir og ég sé ekkert því til fyristöðu að ríkið segi þessum samningi frá 1907 0g 1997 hreinlega upp. Uppgjör á eignum og jörðum yrði að sjálfsögðu að fara fram, ég sé fyrir mér að jarðeignir þær sem kirkjan lét af hendi gengi til greiðslu á prestlaunum síðustu 100 árin, þ.e. þær væru uppétnar. Síðan gæti kirkjan fengið byggingarnar og farið að greiða af þeim gjöld og skildur. Ég held að barningur fyrir dómstólum til að þröngva ríkinu til að standa við þessa samninga muni ekki skila miklu, það má heldur ekki gleyma í hvaða stöðu kirkjan og prestar voru uppúr aldamótum þegar fyrri samningurinn er gerður, 1907, og prestar í einhverjum tilfellum beggja vegna borðs í þeim samningum.

  • Ef rétt er að aðskilja ríki og kirkju, þá skal gera það sem rétt er, en halda ekki áfram að gera það sem órétt er af því það sé svo dýrt að breyta því.

    Kostnaður við uppgjör kirkjujarða stendur því ekki í vegi fyrir aðskilnaðinum. Það er svo önnur spurning hvernig kirkjan komst yfir allar þessar jarðir. Svo mikið er víst að ekki létu þær allir af hendi til kirkjunnar af fúsum og frjálsum vilja.

    Annað: Nálaraugað í múrnum umhverfis Jerúaslem er síðaritíma saga sem bókstafstrúarmenn hafa hent á loft hver á eftir öðrum og enginn fært fram frumheimild fyrir henni. Það hentar bókstafstrúarmönnum ekki vel að bókstafurinn þeirra hafi skolast til á gömlu handriti og því verið þýddur vitlaust. Það var sumsé kabel, kaðall, sem komst ekki í gegnum nálaraugað, en ekki kamel sem var verið að reyna að troða þar í gegn.

    Bókstafstrú byggð á stafsetningar eða þýðingarvillu, æ, æ.

    Mér finnst nauðsynlegt að hafa nokkra fasta frídaga frá amstri dagsins. Vikulegir frídagar, helgar, eru því nauðsynlegt fyrirbæri. Svo er um aðra frídaga líka, jól, þjóðhátíðardag, verkalýðsdag, frídag verslunarmanna o.fl.

  • Baldur Kristjánsson

    Toggi, þú og fleirri virðast lesa þetta með því hugarfari að ég sé að verjast aðskilnaði eitthvað sérstaklega. Ég tel mig hins vegar vera að draga fram rök. Ég segi hvergi að það sé slæmt að frídagar breytist en ég hygg að það myndi gerast á löngum tíma. Ég reikna þó með því að við myndum halda Jóladegi. Í Harvard Divinity Scholl var kennt á 2. í jólum og föstudaginn langa svo dæmi sé tekið. Hvað er slæmt við það…Af hverju ættu lögskipaðir helgidagar að fylgja kristnum sið ef ríkisvald er hlutlaust???
    þetta með seinni hluyta annarrar málsgreinar er ekki moldviðri, einfaldlega frásögn umviðbrögð – lestu þetta þrisvar Toggi. B Kv. B

  • Baldur Kristjánsson

    Egill Ó. Góð athugasemd þetta með þjóðaratkvæði. Í samningnum er hins vegar ákvæði um að greiddum launum fækki fækki í þjóðkirkjunni. Ef allir hætta þar fellur samningurinn um sjálfan sig. Ef helmingurinn hættir helmingast hann.
    2. Vegna þess að undirritaður samningur er undirritaður samningur
    3. Af því að bæði Tyrkland og Bandaríkin leggja áherslu á hlutleysi sitt í trúmálum. Ég hef mælt með því að við förum í spor Svía en sænska kirkjan samdi aldrei frá sér lendur og skóga gegn arðgreiðslum í formni launa og aðskilnaðurinn auðveldur.
    4. Hún getur það en þarf þess ekki.
    Kv. B

Höfundur