Sunnudagur 10.10.2010 - 17:42 - Lokað fyrir ummæli

Guðspjall Sigurðar Grétars…

Sennilega hefur Sr. Sigurður prédikað út frá þessu guðspjalli hér:

,,Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: „Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.“
Nokkrir fræðimenn hugsuðu þá með sjálfum sér: „Hann guðlastar!“
En Jesús þekkti hugsanir þeirra og sagði: „Hví hugsið þið illt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða: Statt upp og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald á jörðu að fyrirgefa syndir þá segi ég þér,“ -; og nú talar hann við lama manninn: „Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!“
Og hann stóð upp og fór heim til sín. En fólkið, sem horfði á þetta, varð óttaslegið og lofaði Guð sem gefið hafði mönnum slíkt vald.“

Það er mjög auðvelt að fara yfir í heilbrigðismál út frá þessu guðspjalli, eins og Sigurður Grétar Sigurðsson gerir í prédikun sinni, og aðstæður almennt þeirra sem eiga undir högg að sækja, ráða ekki aðstæðum sínum sjálfir og í framhaldi af því ábyrgð samfélagsins og ábyrgð okkar allra hvert á öðru. Ég reikna með að ræðan endurspegli líka ótta og kvíða þeirra sem búa á Suðurnesjum.  Hvort að menn eigi svo að ásaka ríkið eða líta í eigin barm er önnur saga. Ég hlýddi ekki á ræðu Sigurðar en efast ekki um að hún hefur verið vel uppbyggð.  Sennilega hefur Sigurður ákveðið að láta reyna á mörkin og því ber að fagna í upplýstu samfélagi sem þarfnast skoðanaskipta og þess að fólk tjái sig, hvorki prestar eða aðrir eiga að þurfa að læðast um eins og mýs eins og var orðið þegar fólk var rekið fyrir smásögur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Unnur G. Kristjánsdóttir

    Takk fyrir þetta Baldur, þú ert sá eini sem ekki notar sér fréttina um Sigurð til að hæða hann og fólkið á Suðurnesjum.
    Eg er búin að sitja í tvo tíma að skrifa ummæli og athugasemdir á netinu því að liðið hneykslast og hæðir ummælin og Suðurnesjamenn sem aldrei fyrr.
    Ca 20% uppkominna sóknarbarna í Útskálaprestakalli eru atvinnulaus.
    Fjöldi fólks er að missa heimili sín.
    Fólkið hér heyrir Árna Sigfússon mæla fyrir stórverksmiðjum og öllu mögulegu sem á að bjarga ástandinu.
    Það heyrir fáa aðra boða betri tíð né sýna vandanum hér áhuga.
    Bloggararnir hæða Suðurnesin og spotta.
    Víðsýni þín afhjúpar heimsku hinna.

  • ,,Fólkið hér heyrir Árna Sigfússon mæla fyrir stórverksmiðjum og öllu mögulegu sem á að bjarga ástandinu.“

    ,,Bloggararnir hæða Suðurnesin og spotta.“

    Fyrir gefðu, Unnur !

    Þú ert sjálf að hæðast að þessum sama Árna og suðurnesjum !

    Segðu okkur hver eru afrek þessa Árna Sigfússonar fyrir suðurnesjamenn ?

    Bara svo það sé á hreinu, að um einhver afrek sé að ræða !

  • Þetta var bara alveg ljómandi gott hjá honum Sigurði Útskálapresti. Og undarlegt hvað það er hægt að ráðast að honum fyrir það eitt að leggja úrbætur í atvinnumálum í Guðs hendur.
    Ég veit reyndar ekki betur en að Guð almáttugur sé beðinn að sýsla með eitt og annað og hafa í hönd í bagga með hinu og þessu í öllum messu árið um kring – hvort heldur er um að ræða aflabrögð, ríkisstjórn eða grassprettu. Og með þessu öllu trúi ég að hann líti eftir – með sínu lagi.

    Hvað alltaf er verið að blanda Árna Sigfússyni inn í öll mál sem varða Suðurnesin skil ég verr. Hann er nú bara bæjarstjóri í einu sveitarfélagi þar syðra og áttavilltum skal bent á að hann ríkir ekki í Útskálasókn – og þaðan af síður á himnum.

  • Unnur G. Kristjánsdóttir

    Margir Suðurnesjamenn álita Árna mikinn bjargvætt og trúa á allar verksmiðjunrar og atvinnuverkefnin sem hann talar og talar um. Engin af þessum verkefnum eru orðin að veruleika og mörg þeirra eru mjög óraunhæf m.a. álverið. Ástæða þessarra vinsælda eru m.a. að enginn annar er á sviðinu og margir í því að gera lítið úr Suðurnesjamönnum. Þetta vita t.d. þeir sem lega blogg eins og hjá Jónasi Kristjánssyni og fleirum.
    Ég vil að stjórnvöld taki þétt utan um vandamálin á Reykjanesinu og við öll afhjúpum þá illution sem er um verkefnin hans Árna um leið og við leggjum hönd á plóg að vinna leiðir í atvinnuuppbygginu á Suðurnesjum.

Höfundur