Mánudagur 11.10.2010 - 14:33 - Lokað fyrir ummæli

Vinstri stjórn og réttlæti!

Spurningin um niðurfærslu á verðtrryggðum lánum sem hafa fokið upp úr öllu valdi er fyrst og fremst spurning um réttlæti.  Réttlæti milli hópa í þjóðfélaginu.  Hverjir eiga að borga hrunið? Eiga það að vera fjármagnseigendur eða eiga það að vera skuldarar? Flestir eru sitt lítið af hverju reyndar. Eins og staðan er í dag finnst  íbúðareigendum með verðtryggð lán þeir vera í sporum fórnarlamba. Þeir hafa séð eigarhlut sinn brenna upp.  Bæði þeir sem eru illa staddir og þeir sem eru þolanlega eða vel staddir. Það þarf að koma í veg fyrir að einum hópi finnist hann vera fórnarlamb hrunsins umfram aðra hópa.  Það étur þjóðfélagið  innanfrá. Sem betur fer er hér vinstri stjórn og henni ætti að vera treystandi til að spila þannig úr málum að réttlætistilfinning ríki.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

Höfundur