Þriðjudagur 12.10.2010 - 16:20 - Lokað fyrir ummæli

Alið á andúð?

Datt aðeins í það að horfa á þingið.  Einar Guðfinnsson og Vigdís Hauksdóttir að tala um makrílinn.  Hvílíkt offors, hvílíkt orðbragð hjá þeim báðum tveimur.  Þarna var blygðunarlaust alið á andúð á öðrum ríkjum. ESB teiknað upp sem eitthvað skrímsli.  Ég hélt að fólk talaði ekki svona lengur. Ég hélt að tímabil hófstillingar og skynsamlegra raka væri runninn upp.  Ég held að mannkynið megi þakka fyrir að þarna voru fulltrúar smáríkis á ferð en ekki fulltrúar herveldis. Hvernig væri heimurinn ef allir létu svona?  Sjálfsagt er það mat þessa ágætisfólks að þetta gangi í lýðinn.  Er það virkilega svo?

Sjálfur kýs ég Ciceró frekar en Cesar.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Gagarýnir

    Báðir hafa sitthvað til síns máls þegar þeir deila. Þetta er fjarri því nýtt landhelgismál, sem á endanum hlaut samhljóm heimsins. Hlýnun sjávar við Ísland er reyndar mál allra þjóða.

Höfundur