Fimmtudagur 14.10.2010 - 09:24 - Lokað fyrir ummæli

Hin hræðilega ESB leyniþjónusta!

Áður var það ESB her, nú er það ESB leyniþjónusta.  Í hvaða forað er þetta fólk lent? Það ætlar með kjafti og klóm, með öllum meðulum að koma í veg fyrir það að kjör almennings batni, mannréttindi verði betur virt og að Ísland taki fullan þátt í samvinnu fullvalda þjóða í Evrópu eins og það samstarf er að þróast í upphafi 21. aldar.  Það berst fyrir því að vera alveg heima í skuldafangelsinu, tryggja íslenskt mataræði og íslenskan klíkuskap og íslensk ófaglegheit.

Innan Evrópuráðsins og Evrópusambandsins hafa verið stigin öll marktæk skref hvað varðar frelsi og réttlindi einstaklingsins í okkar heimshluta síðustu fimmtíu árin. Öll marktæk skref í neytendavernd, öll marktæk skref í vinnulöggjöf.  Ísland hefur alltaf dragnast á eftir- aldrei verið á undan. Oft móast við. Sem betur fer verðum við að fylgja Evrópu nú þegar í flestu.  Hvað gengur heiðarlegu vinstra fólki til?

Og þess utan.  Telur fólk mögulegt að Ísland hafi annað eftirlits og öryggiskerfi með glæpamönnum en önnur ríki Evrópu. Ætlum við að verða himnaríki glæpanna?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

Höfundur