Fimmtudagur 14.10.2010 - 18:51 - Lokað fyrir ummæli

Var Bjarni Harðarson hæfastur?

Bjarni Harðarson var örugglega einn hæfasti ef ekki hæfasti umsækjandinn  um stöðu upplýsingafulltrúa.  Fyrir utan feril sem ritstjóri og blaðamaður meira og minna síðustu 30 árin er Bjarni rithöfundur, hefur háskólapróf í Þjóðfræði og háskólanám í fleiri fögum, hefur þriggja áratuga reynslu af félagsmálum og óumdeilda reynslu í stjórnmálum, er vel gefinn,  bráðvel að sér, þrælglöggur og hraðvirkur.  Ég sé ekki í fljótu bragði nokkurn sem hefði faglega betur verið kominn að þessari stöðu.

Hitt er annað að Vinstri Grænir virðast ekki gera sér grein fyrir því hvað felst í faglegu ferli.  Faglegt ferli felst í því að menntun, starfsreynsla og almenn hæfni er metin af hlutlausum aðilum.  Þar er ekki einblínt á menntun og starfsreynslu heldur allan pakkann.  Hefði Jón Bjarnason sett ráðninguna í slíkt ferli hefði hann eflaust fengið hæfasta umsækjandann Bjarna Harðarson.  Í  staðinn er ráðning hans enn eitt dæmið um að við þurfum að ganga í ESB þó ekki væri nema til að aga menn eins og Jón Bjarnason.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Jón Guðmundsson

    Tek undir með ofanrituðum: Bjarni var ráðinn vegna haturs hans á ESB og vegna þess að hann er fastur á sömu öld og Jón Bjarnason. Það munu ekki vera margir núlifandi íslendingar sem uppfylla þau skilyrði.

  • Sigríður Bára

    Enginn umsækjenda var boðaður í viðtal vegna stöðunnar þrátt fyrir að þar á meðal væri fjöldi hæfileikaríkra og vel menntaðra einstaklinga.

    Við þurfum að losna við Jón Bjarnason af þingi sem fyrst.

  • Sigurður

    En kann Bjarni að senda tölvupóst?

  • Gunnlaugur Ingvarsson

    Bjarni Harðarson er toppmaður og alveg eins og greinarhöfundur segir með alla þá menntun sem þarf og þar að auki áratuga reynslu af félagsmálum.

    Hann elskar land okkar og þjóð og það er nauðsynlegt og mjög gott fyrir mann sem er að vinna í íslensku stjórnsýslunni !

    Áfram Bjarni Haraðarson !

Höfundur