Mánudagur 18.10.2010 - 17:45 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindi og kristindómur!

Er Mannréttindanefnd Reykjavíkur að fara fram úr sér með nýjustu tillögum sínum sem margir hafa andmælt? Þegar nefndin sem ég starfa í ECRI kom hér síðast 2006 gerði hún þessar athugasemdir en ekki aðrar hvað varðar trúmál og skóla:

  ,,ECRI reiterates its recommendation that the Icelandic authorities ensure thatchildren who do not wish to attend classes in “Christianity, Ethics and Religious Studies” are provided with alternative classes and ensure that all children are given genuine opportunities to learn about different religions and faiths. ECRI stresses the need for any initiatives taken to this end to be reflected in the selection and training of teachers as well as in teaching materials.“

Sérfræðingarnir í ECRI sjá mismunun alls staðar þar sem hún er í boði en nefndarmönnum virðist ekki hafa verið mjög brugðið í þessum efnum hér.

 Því spyr ég hvort að sérfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg séu ekki að fara fram úr sér.

Auðvitað á ekki að kenna í Jesú nafni eða hefja kennslustundir með faðirvori.  En mál er varða jóalumstang, heimsóknir í kirkjur, frí til að fara í Vatnaskóg má leysa í skynsemi, samtali, tilhliðrun og kurteisi fólks sem gerir sér grein fyrir því að við gerum kröfu um skóla sem gerir öllum jafnt undir höfði (eins og Jesú gerði!) en áttum okkur á því að kristnin hefur öðru fremur mótað grunngildi þjóðar og er samofin menningu hennar og þess vegna út í hött að umgangast hana eins og heitan graut.

(Höfundur, síðueigandi,er sérfræðingur í ECRI (European Commission against Racism and Intolerance-nefndar á vegum Evrópuráðsins.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Baldur Kristjánsson

    Rósa!. Hef aldrei farið í Vatnaskóg. Viðs skulum þá bara koma í Skálholt! Með? kv,. B

Höfundur