Mánudagur 18.10.2010 - 17:45 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindi og kristindómur!

Er Mannréttindanefnd Reykjavíkur að fara fram úr sér með nýjustu tillögum sínum sem margir hafa andmælt? Þegar nefndin sem ég starfa í ECRI kom hér síðast 2006 gerði hún þessar athugasemdir en ekki aðrar hvað varðar trúmál og skóla:

  ,,ECRI reiterates its recommendation that the Icelandic authorities ensure thatchildren who do not wish to attend classes in “Christianity, Ethics and Religious Studies” are provided with alternative classes and ensure that all children are given genuine opportunities to learn about different religions and faiths. ECRI stresses the need for any initiatives taken to this end to be reflected in the selection and training of teachers as well as in teaching materials.“

Sérfræðingarnir í ECRI sjá mismunun alls staðar þar sem hún er í boði en nefndarmönnum virðist ekki hafa verið mjög brugðið í þessum efnum hér.

 Því spyr ég hvort að sérfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg séu ekki að fara fram úr sér.

Auðvitað á ekki að kenna í Jesú nafni eða hefja kennslustundir með faðirvori.  En mál er varða jóalumstang, heimsóknir í kirkjur, frí til að fara í Vatnaskóg má leysa í skynsemi, samtali, tilhliðrun og kurteisi fólks sem gerir sér grein fyrir því að við gerum kröfu um skóla sem gerir öllum jafnt undir höfði (eins og Jesú gerði!) en áttum okkur á því að kristnin hefur öðru fremur mótað grunngildi þjóðar og er samofin menningu hennar og þess vegna út í hött að umgangast hana eins og heitan graut.

(Höfundur, síðueigandi,er sérfræðingur í ECRI (European Commission against Racism and Intolerance-nefndar á vegum Evrópuráðsins.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Stefán Benediktsson

    Baldur! Ef þú skoðar sögu mannsins þá var Kirkjan stofnuð fyrir um 1650 árum og ekki er hægt að halda því fram að það hafi haft neinar merkjanlegar breytingar fyrir siðgæði eða mannréttindi. Aftur á móti tekur sagan miklum breytingum í siðgæðis og mannréttindaátt eftir 1790 eða svo. Það er að segja lyðræði og stjórnmála einkanlega félagshyggja hafa haft „hockey stick“leg áhrif á vaxandi siðgæði og mannréttindi. Meira að segja Kirkjan er næstum hætt að berjast á móti umbótum í mannréttindum og framþróun í vísindum.
    Höldum áfram að treysta lýðræðinu því farnast þrátt fyrir allt betur en öllu öðru sem við höfum reynt.

  • Orthodox togari á Reykjaneshrygg?

    Hver var kapteinn?

    Nikulás Rómanov?

  • Uni Gíslason

    Baldur! Ef þú skoðar sögu mannsins þá var Kirkjan stofnuð fyrir um 1650 árum og ekki er hægt að halda því fram að það hafi haft neinar merkjanlegar breytingar fyrir siðgæði eða mannréttindi. Aftur á móti tekur sagan miklum breytingum í siðgæðis og mannréttindaátt eftir 1790 eða svo. Það er að segja lyðræði og stjórnmála einkanlega félagshyggja hafa haft „hockey stick“leg áhrif á vaxandi siðgæði og mannréttindi. Meira að segja Kirkjan er næstum hætt að berjast á móti umbótum í mannréttindum og framþróun í vísindum.
    Höldum áfram að treysta lýðræðinu því farnast þrátt fyrir allt betur en öllu öðru sem við höfum reynt.

    Vá. Ekki ein einasta seting sönn. Vel gert! Óhuggulegt, en vel gert.

  • Stefán Benediktsson

    Uni! Hvenær hætti Kirkjan að velsigna stríð vestrænna yfirvalda, hvenær stóð Kirkjan með smælingjum í réttindabaráttu þeirra, hvenær fordæmdi Kirkjan þrælahald, hver var afstaða Kirkjunnar til Hitlers? Ég get haldið lengur áfram en gaman væri að fá svör við þessu fyrst. Kirkjan er alþjóðleg hreyfing og stofnun sem boðar einn guð, eina trú og hlýtur því að hafa eina afstöðu. Nema að sú afstaða sé alltaf eftir aðstæðum og með valdhöfum.

Höfundur