Er Mannréttindanefnd Reykjavíkur að fara fram úr sér með nýjustu tillögum sínum sem margir hafa andmælt? Þegar nefndin sem ég starfa í ECRI kom hér síðast 2006 gerði hún þessar athugasemdir en ekki aðrar hvað varðar trúmál og skóla:
,,ECRI reiterates its recommendation that the Icelandic authorities ensure thatchildren who do not wish to attend classes in “Christianity, Ethics and Religious Studies” are provided with alternative classes and ensure that all children are given genuine opportunities to learn about different religions and faiths. ECRI stresses the need for any initiatives taken to this end to be reflected in the selection and training of teachers as well as in teaching materials.“
Sérfræðingarnir í ECRI sjá mismunun alls staðar þar sem hún er í boði en nefndarmönnum virðist ekki hafa verið mjög brugðið í þessum efnum hér.
Því spyr ég hvort að sérfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg séu ekki að fara fram úr sér.
Auðvitað á ekki að kenna í Jesú nafni eða hefja kennslustundir með faðirvori. En mál er varða jóalumstang, heimsóknir í kirkjur, frí til að fara í Vatnaskóg má leysa í skynsemi, samtali, tilhliðrun og kurteisi fólks sem gerir sér grein fyrir því að við gerum kröfu um skóla sem gerir öllum jafnt undir höfði (eins og Jesú gerði!) en áttum okkur á því að kristnin hefur öðru fremur mótað grunngildi þjóðar og er samofin menningu hennar og þess vegna út í hött að umgangast hana eins og heitan graut.
(Höfundur, síðueigandi,er sérfræðingur í ECRI (European Commission against Racism and Intolerance-nefndar á vegum Evrópuráðsins.)
Er ekki mál til komið að hætta þessum rakalausu staðhæfingum um að siðferði okkar (eða fólks almennt) komi trúarbrögðum eitthvað við? Ertu í alvöru, Baldur, að halda því fram að trúlaust fólk, á Íslandi eða annars staðar, hafi eitthvað ómerkilegra siðferði en þið sem trúið? Kannastu við faríseana?
Er ekki tími til kominn að þið sem tilheyrið ríkiskirkjunni hættið að líta á ykkur sem útvalda og yfir aðra hafna?
Af því að Kristján Sig Kristjánsson minnist á námumennina í Chile og þakkar björgum þeirra kristilegu hugarfari þjóðarinnar má minnast á að við sama bæ, Copiapó, er annar víðfrægur námumunni. Ofan í hann var hent líkum af 30 fórnarlömbum ógnarstjórnar Pinochet. Dauðasveitir hermanna, kallaðar „Caravan of Death“ ferðuðust um landið í herþyrlum til að valda ógn og skelfingu. Í Copiapó voru 16 manns drepnir og þeim hent í 600 metra djúpa námuholu. Líkamsleifum nokkurra þeirra var bjargað upp 1990, þ.e. fáeinum beinum. Um þetta má lesa hér:
http://www.nytimes.com/2010/10/15/world/americas/15copiapo.html?_r=1&scp=1&sq=chile%20mine%20pinochet&st=cse
Hvenær hætti Kirkjan að velsigna stríð vestrænna yfirvalda,
Nú síðast fordæmdi Kirkjan stríðið í Írak. Undir hvaða steini hefur þú lifað?
hvenær stóð Kirkjan með smælingjum í réttindabaráttu þeirra,
Alltaf, það er grundvallartilgangur Kirkjunnar, sbr. hjálparstarf hennar til fátækra ríkja sem veltur mestum pening í heiminum fyrir utan Sameinuðu Þjóðirnar. Þú vissir það, ekki satt?
hvenær fordæmdi Kirkjan þrælahald,
Árið 1591 BANNAÐI Kirkjan þrælahald og undirstrikað aftur 1741. Þeir sem ekki fylgdu Kirkjunni, s.s. múhameðstrúarmenn, bönnuðu aldrei þrælahald. Bretar með sína spes kirkju bönnuðu ekki þrælahald fyrr en á fyrstu árum 19. aldar.
hver var afstaða Kirkjunnar til Hitlers?
Neikvæð. Sér í lagi vegna þess að Dolli var svarinn óvinur Kirkjunnar.
Ég get haldið lengur áfram en gaman væri að fá svör við þessu fyrst.
Ég held að þú sért bilaður.
Já Skeggi minn, svona fer ef menn hverfa frá kristindómnum.