Mánudagur 18.10.2010 - 17:45 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindi og kristindómur!

Er Mannréttindanefnd Reykjavíkur að fara fram úr sér með nýjustu tillögum sínum sem margir hafa andmælt? Þegar nefndin sem ég starfa í ECRI kom hér síðast 2006 gerði hún þessar athugasemdir en ekki aðrar hvað varðar trúmál og skóla:

  ,,ECRI reiterates its recommendation that the Icelandic authorities ensure thatchildren who do not wish to attend classes in “Christianity, Ethics and Religious Studies” are provided with alternative classes and ensure that all children are given genuine opportunities to learn about different religions and faiths. ECRI stresses the need for any initiatives taken to this end to be reflected in the selection and training of teachers as well as in teaching materials.“

Sérfræðingarnir í ECRI sjá mismunun alls staðar þar sem hún er í boði en nefndarmönnum virðist ekki hafa verið mjög brugðið í þessum efnum hér.

 Því spyr ég hvort að sérfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg séu ekki að fara fram úr sér.

Auðvitað á ekki að kenna í Jesú nafni eða hefja kennslustundir með faðirvori.  En mál er varða jóalumstang, heimsóknir í kirkjur, frí til að fara í Vatnaskóg má leysa í skynsemi, samtali, tilhliðrun og kurteisi fólks sem gerir sér grein fyrir því að við gerum kröfu um skóla sem gerir öllum jafnt undir höfði (eins og Jesú gerði!) en áttum okkur á því að kristnin hefur öðru fremur mótað grunngildi þjóðar og er samofin menningu hennar og þess vegna út í hött að umgangast hana eins og heitan graut.

(Höfundur, síðueigandi,er sérfræðingur í ECRI (European Commission against Racism and Intolerance-nefndar á vegum Evrópuráðsins.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Námumönnum í Chile var hægt að bjarga vegna þess að sumir Chilabúar hafa lagt stund á vísindi og tækni en ekki eitt öllu sínum tíma í stúdera bronsaldarbálbiljur eins og kristni. Þekkingu sinni beittu þessir sömu menn til þess að koma samlöndum sínum til hjálpar. Bænir, augljóslega, eru blaður útí tómið sem koma engum að gagni.

    Og það er löngu tímabært að vísa prestunum útúr skólunum. Þeir eiga að delera um guð í eigin tíma og á eigin reikning,

  • Einar Jörundsson

    Skemmtileg umræða að vanda. Kirkjan, trúin, samfélag og siðgæði eru allt greinar á sama tré og tengslin eru augljós. Hinsvegar er orsakasamengið óljósara og ekki einhlítt með hvaða formkerjum árif kirkjunnar kunna hafa verið á stríðsrekstur og þróun mannréttinda. Kirkjan er bæði góð og slæm, eins og flestar stofnanir aðrar. Sennilega er samt óhætt að fullyrða að kirkjan sé mikilvægur hluti af okkar menningararfi. Ég er sannfærður guðleysingi en tel mig ekki hafa verra siðferði en hver annar, enda hefur það ekkert sérstaklega með kristna trú að gera. Mig langar samt að taka undir með Baldri varðandi grautinn og menningararfinn. Jólin eru ekki bara hátíð ljóssins í trúarlegum skilningin, heldur einnig, og ekki síður sem birta í skammdeginu, og hátíð hækkandi sólar. Umburðarlyndi og virðing gangvart skoðunum og lífssýn annarra eru að mínu mati lausnarorðin.

  • Það eru mannréttindi að veraldlegar stofnanir verði gerðar veraldlegar og hreinsaðar af áhrifum kristindóms (fyrir utan fróðleik um kristindóminn á veraldlegum grundvelli) !!!

  • Er spillingin á Íslandi verri vegna þess að hér er kristinn trú ?

    Eru trúleysingjar eitthvað betri en þeir trúuðu ?

    Um hvað snýst málið ?

    Bara að vera á móti kirkjunni , eða er þetta eitthvað dýpra ?

    Hvers vegna liggur trúlausum svona mikið á að koma sinni skoðun á frmfæri, og að hún sé réttari en önnur trú ???

    Að vera trúlaus er auðvitað skoðun um trú !

Höfundur