Mánudagur 18.10.2010 - 17:45 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindi og kristindómur!

Er Mannréttindanefnd Reykjavíkur að fara fram úr sér með nýjustu tillögum sínum sem margir hafa andmælt? Þegar nefndin sem ég starfa í ECRI kom hér síðast 2006 gerði hún þessar athugasemdir en ekki aðrar hvað varðar trúmál og skóla:

  ,,ECRI reiterates its recommendation that the Icelandic authorities ensure thatchildren who do not wish to attend classes in “Christianity, Ethics and Religious Studies” are provided with alternative classes and ensure that all children are given genuine opportunities to learn about different religions and faiths. ECRI stresses the need for any initiatives taken to this end to be reflected in the selection and training of teachers as well as in teaching materials.“

Sérfræðingarnir í ECRI sjá mismunun alls staðar þar sem hún er í boði en nefndarmönnum virðist ekki hafa verið mjög brugðið í þessum efnum hér.

 Því spyr ég hvort að sérfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg séu ekki að fara fram úr sér.

Auðvitað á ekki að kenna í Jesú nafni eða hefja kennslustundir með faðirvori.  En mál er varða jóalumstang, heimsóknir í kirkjur, frí til að fara í Vatnaskóg má leysa í skynsemi, samtali, tilhliðrun og kurteisi fólks sem gerir sér grein fyrir því að við gerum kröfu um skóla sem gerir öllum jafnt undir höfði (eins og Jesú gerði!) en áttum okkur á því að kristnin hefur öðru fremur mótað grunngildi þjóðar og er samofin menningu hennar og þess vegna út í hött að umgangast hana eins og heitan graut.

(Höfundur, síðueigandi,er sérfræðingur í ECRI (European Commission against Racism and Intolerance-nefndar á vegum Evrópuráðsins.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • stefán benediktsson

    Uni:
    Írakstríðið er fyrsta stríð á vegum vestrænna þjóðríkja sem Kirkjan átelur en fordæmdi reyndar ekki, þá voru liðin 1650 ár frá stofnun hennar.
    Að rétta smælingjum ölmusu hefur ekkert með réttindabaráttu þeirra oftast gagnvart eigin yfirvöldum að gera.
    Það tók kirkjuna sem var þá miklu valdameiri en nú 1240 ár að átta sig á rangindum þrælahalds sem viðgekkst svo fram á siðustu öld án frekari ávirðinga kirkjunnar.
    Hvorki Mótmælenda-, réttrúnaðar eða kaþólsk kirkja fordæmdu útrýmingabúðir nasista .fyrir stríð.

    Í 1400 ár náði Kirkjan minni árangri en pólitík og sápa hafa náð á 200 árum. Meðallaun almúgamanns breyttust lítið sem ekkert frá 350 til 1750. Mikill minnihluti mannkyns kúgaði meirihlutann og Kirkjan stóð með kúgurunum.
    Frá 1750 til vorra daga hafa laun og réttindi margþúsundfaldast fyrir tilverknað stjórnmálabaráttu, verkalýðsbaráttu og mannréttindabaráttu. Það er aflið sem skapaði það siðferði sem við búum við í dag, miklu áhrifameira en Kirkjan.

  • Uni Gíslason

    Írakstríðið er fyrsta stríð á vegum vestrænna þjóðríkja sem Kirkjan átelur en fordæmdi reyndar ekki, þá voru liðin 1650 ár frá stofnun hennar.

    Rangt, hvoru tveggja. Ég sýni fram á að þú sért bara að bulla -> þú snýrð útúr og kemur með nýtt bull. Þetta gæti orðið endaleysa. Svo þetta nær ekki lengra frá mínum bæjardyrum séð en þetta innlegg.

    Að rétta smælingjum ölmusu hefur ekkert með réttindabaráttu þeirra oftast gagnvart eigin yfirvöldum að gera.

    Smælingjum? Varstu að læra nýtt orð? Allavega þá hefur Kirkjan eðlilega staðið fyrir UTAN pólitík eins og hægt er – ef ekki þá væri fólk eins og þú að skæla yfir því að Kirkjan væri að fikta í pólitík sí og æ. Hins vegar, kom ég með DÆMI handa þér um RÉTTINDI fólks gagnvart yfirvöldum sem Kirkjan hefur komið á framfæri, s.s. bann við dauðarefsingum, þrælkun, komið á menntun, háskólum, deilt þekkingu og hverju eina sem EINMITT hjálpar ‘smælingjunum’.

    En haldir þú að tilgangur Kirkjunnar sé að leiða byltinguna, þá verður maður eins og þú auðvitað fyrir vonbrigðum.

    Það tók kirkjuna sem var þá miklu valdameiri en nú 1240 ár að átta sig á rangindum þrælahalds sem viðgekkst svo fram á siðustu öld án frekari ávirðinga kirkjunnar.

    Þrælahald viðgekkst EKKI í ríkjum sem lutu Kirkjunni „fram á síðustu öld“. Það er þvílík köld lygi að maður fer hjá sér af óskammfeilninni í þér. Síðan á 17. öld var þrælahald bannað á öllum mönnum. Það var alltaf bannað á kristnum mönnum, en það var útvíkkað eftir að þjóðir Evrópu fóru í nýlenduleiðangra – og hvað gerði Kirkjan þá fyrst um sinn? Jú hún fór í trúboð og skýrði frumbyggjana og kom þannig í veg fyrir að þeir gætu verið gerðir að þrælum.. fjölmargir prestar voru drepnir til að koma í veg fyrir þetta, en markmið Kirkjunnar hafðist.

    Hvorki Mótmælenda-, réttrúnaðar eða kaþólsk kirkja fordæmdu útrýmingabúðir nasista .fyrir stríð.

    Fyrir stríð og meðan stríðinu stóð vissi enginn um útrýmingarbúðir nasista kallinn. Ekki fordæmdi USA útrýmingarbúðir nasista eða Ísland.

    Í 1400 ár náði Kirkjan minni árangri en pólitík og sápa hafa náð á 200 árum.

    Kirkjan SKAPAÐI pólitík og lög, með kennslu í heimspeki, vísindum og lagatækni, sem var svo yfirfærð á mannanna lög. Þú þekkir hvorki né skilur þína eigin sögu. Án kirkjunnar væri engin pólitík og engin rituð lög, engar lagabreytingar mögulegar, engin túlkun á lögum. Það þekktist í mýflugumynd í Róm í nokkurn tíma, en var tekið og fullkomnað í örmum Kirkjunnar.

    Meðallaun almúgamanns breyttust lítið sem ekkert frá 350 til 1750. Mikill minnihluti mannkyns kúgaði meirihlutann og Kirkjan stóð með kúgurunum.

    Verðbólga var 0% frá 350 – 1750 e.Kr. svo ekki var mikill þrýstingur á sífelldar launahækkanir, en burtséð frá því þá kemur það Kirkjunni nákvæmlega EKKERT við. Er Kirkjan ASÍ miðalda í þínum furðulega huga? Á Kirkjan að skipta sér af pólitík? Á Kirkjan að vera alvaldur í málefnum mannanna eða bara í andlegum málefnum og mannréttindum eins og hún hefur alltaf verið?

    Frá 1750 til vorra daga hafa laun og réttindi margþúsundfaldast fyrir tilverknað stjórnmálabaráttu, verkalýðsbaráttu og mannréttindabaráttu. Það er aflið sem skapaði það siðferði sem við búum við í dag, miklu áhrifameira en Kirkjan.

    Laun hafa fyrst og fremst hækkað vegna iðnbyltingarinnar og tækniþróunar (mikið til í boði rannsókna Kirkjunnar eða kristinna manna), það er bara einfeldingur sem telur að Kirkjan eða einhverjir kóngar hafi setið á slíkum auð að þeir hefðu alveg eins getað greitt þúsundfalt fyrir hverja þjónustu eða vöru.

    Iðnbylting og mannréttindabarátta gegnum þekkingu er eitthvað sem Kirkjan studdi eins og hún gat og hafði tilefni til.

  • Frí til að fara í Vatnaskóg!

    Nú er ástæða til að ákalla almættið.

  • Það er ekki nóg að leyfa þeim að stíga til hliðar sem ekki vilja taka þátt.

    Það á líka að koma í veg fyrir útilokandi skoðanakúgun meirihlutans.

    Börn eiga að vera í friði fyrir fullorðnu fólki sem trúir á álfasögur vegna þess að Noregskonungur neyddi forfeður þeirra til þess.

Höfundur