Mánudagur 18.10.2010 - 17:45 - Lokað fyrir ummæli

Mannréttindi og kristindómur!

Er Mannréttindanefnd Reykjavíkur að fara fram úr sér með nýjustu tillögum sínum sem margir hafa andmælt? Þegar nefndin sem ég starfa í ECRI kom hér síðast 2006 gerði hún þessar athugasemdir en ekki aðrar hvað varðar trúmál og skóla:

  ,,ECRI reiterates its recommendation that the Icelandic authorities ensure thatchildren who do not wish to attend classes in “Christianity, Ethics and Religious Studies” are provided with alternative classes and ensure that all children are given genuine opportunities to learn about different religions and faiths. ECRI stresses the need for any initiatives taken to this end to be reflected in the selection and training of teachers as well as in teaching materials.“

Sérfræðingarnir í ECRI sjá mismunun alls staðar þar sem hún er í boði en nefndarmönnum virðist ekki hafa verið mjög brugðið í þessum efnum hér.

 Því spyr ég hvort að sérfræðingarnir hjá Reykjavíkurborg séu ekki að fara fram úr sér.

Auðvitað á ekki að kenna í Jesú nafni eða hefja kennslustundir með faðirvori.  En mál er varða jóalumstang, heimsóknir í kirkjur, frí til að fara í Vatnaskóg má leysa í skynsemi, samtali, tilhliðrun og kurteisi fólks sem gerir sér grein fyrir því að við gerum kröfu um skóla sem gerir öllum jafnt undir höfði (eins og Jesú gerði!) en áttum okkur á því að kristnin hefur öðru fremur mótað grunngildi þjóðar og er samofin menningu hennar og þess vegna út í hött að umgangast hana eins og heitan graut.

(Höfundur, síðueigandi,er sérfræðingur í ECRI (European Commission against Racism and Intolerance-nefndar á vegum Evrópuráðsins.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (25)

  • Þar sem kirkjunni hefur ekki tekist að taka á og vinna úr kynferðislegu ofbeldi í toppi kirkjunnar hefur hún tapað miklu af þeim trúnaði sem hún hafði áður og talsvert af foreldrum hefur ekki áhuga á að fá fulltrúa kirkjunar inn í skólastarf barna sinna. Ef kirkjan vill reyna að ávinna sér aftur þennan trúnað verður hún að virða það að hún þurfi að leita til barna í gegnum forldra þeirra. Trúnaður verður ekki bygður upp með valdboði.

    Skólastarf í leik- og grunnskólum þarf að miða að því að sameina hópinn og tilraunir til að samþætta trúarstarf við þessar stofnanir er til þess fallið að setja suma hópa utan garðs og er slíkt til þess fallið að auka á að minnihlutahópar búi til sína eigin skóla og hvetur slíkt til að við fáum á Íslandi ekki fjölmenningarsamfélag heldur mörg mismunandi samfélög sem ekki kunna að vinna saman.

    Ef krikjunnar menn settu pólitískar hreyfingar inn í stað trúarbragða eða bara önnur trúarbrögð væri kannski auðveldara fyrir þá að skilja andstöðuna við trúboð í leik- og grunnskólum landsins. Sjáið þið fyrir ykkur að formaður VG í Reykjavík kæmi í grunnskóla og talaði um sósíalisma og færi svo með krakkana með sér í mótmæli? Eða að félag múslíma dreyfði kóraninum í alla bekki landsins og vildi jafnvel fá að biðja með börnunum?

  • Hefur Baldur annars kynnt sér Vatnaskóg og „foringjahyggjuna“ sem þar ríkir ?

    Hvernig „foringjarnir“ stjórna hópunum?

    Einstaklega ógeðfelld innræting sem þar á sér stað og ætti að varða við lög.

    Ekkert óbrjálað foreldri sendur börn sín á þennan stað.

  • Uni Gíslason

    Það er ekki nóg að leyfa þeim að stíga til hliðar sem ekki vilja taka þátt.

    Jú það er einmitt nóg og meira en nóg. Það er frelsi að fá að velja og hafna. Þar að auki er Ísland ekki Frakkland eða BNA, þar sem ríkir stj.skr. bundinn aðskilnaður ríkis og kirkju, svo það þýðir ekki að bera sig saman við þjóðir sem ekki deila verðgildum og lögum Íslands og Íslendinga.

    Það á líka að koma í veg fyrir útilokandi skoðanakúgun meirihlutans.

    „Það á“? Það eina sem „á“ að gera er að fylgja landslögum og vilja fólksins á hverjum stað. Vilji meirihlutinn leyfa jólasálma o.þ.h. í skólanum þá hefur minnihlutinn möguleika á að taka ekki þátt, þeim að skaðlausu.

    Börn eiga að vera í friði fyrir fullorðnu fólki sem trúir á álfasögur vegna þess að Noregskonungur neyddi forfeður þeirra til þess.

    Þú ert jafn klikk og þessi Stefán Benediktsson hér að ofan, er það ekki? Amk. sömu furðulegu árátturnar í að vísa í Noregskonung.

  • Baldur Kristjánsson

    Einar Steingrímsson: Það segi ég ekki og hef aldrei sagt. Hvernig datt þér þetta komment í hug???

Höfundur