Í skýrslu sinni um Ísland frá 13. febrúar 2007 beinir ECRI, sem er sú nefnd á vegum Evrópuráðsins sem berst gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti, því til íslenskra stjórnvalda að þau styrki, geri skýrari, þau ákvæði stjórnarskrár sem vernda eða eiga að vernda fólk gegn kynþáttafordómum og kynþáttamismunun. Yfirvöld hér sýnist mér voru á því að 65. greinin veitti nægilega vernd gegn slíku, en það var þá. 65. greinin hljóðar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Allir virðast sammála um það nú að 65. greinin þurfi að vera miklu ítarlegri og koma framar í stjórnarskrána, jafnvel fremst. Og ég bið ykkur ágætu verðandi stjórnlagaþingmenn að vera óhrædd við að nota orðin kynþáttafordómar og kynþáttamismunun (sem felur í sér uppruna, litarhátt og trú), ekki hræðast þau eða telja þau óþörf. ECRI vitnar til „general Policy Recommendation No. 7″ sem ég bið ykkur að kynna ykkur á vef Evrópuráðsins (http://.coe.int)(aths. rétt vefslóð í athugasemd 3 hér að neðan) þar má einnig sjá og lesa þau tilmæli sem ég vitna til og finna má í 3ju skýrslunni um Ísland.
Ég lofa því að íhuga það vandlega að mæra hvern þann sem sýnir þessu máli skilning og áhuga.
Þarna er ábending frá einni virtustu sérfræðinganefnd Evrópuráðsins. Íslendingar hafa hingað til ekki beinlínis hlaupið til vegna athugasemda að utan. En kannski er kominn tími til enda ábendingin í fullu samræmi við þá hugsun sem nú er uppi.
(greinin birtist í Fréttablaðinu í dag)(varðandi vefslóð) sjá athugasemf nr. 3 hér að neðan
Já, ég skal segja það: Þú ert með „kynþátta“fordóma Baldur enda hef ég fyrir löngu skrifað grein um fordóma þína gagnvart trúleysingjum.
Nú, fljótt á litið er ég sammála að gera ákvæði gegn mismunum skýrari, hvort sem er vegna trúar, kynþáttar, kyns, kynhneigðar eða annarra atriða.
Ef það er raunverulega markmiðið þá geturðu mælt afdráttarlaust með mér.
Það er hins vegar ekki hlaupið að því að átta sig á hvert þú ert að fara með tilvísun í undirnefnd Evrópuráðsins, tilvísunin virkar ekki, og síðan þarf að hefja leit að réttu skjali, ég finn í fljótu bragði enga „skýrslu 3“, finn reyndar bara drög að skjölum, ekki endanlegar útgáfur. Það hefði einfaldað lesenda mikið að sleppa þessum feluleik og vísa beint í viðkomandi skjali.
Ég hef heyrt kirkjunnar menn vísa til álits nefndar Evrópuráðins þegar þeir andmæla tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkur. En sú túlkun þeirra að taka megi tillit til siðar í viðkomandi landi gefi rétt til að ganga á rétt annarra er að mínu viti fráleit – og þarf ekki annað en að skoða dóma mannréttindadómstólsins til að taka af allan vafa.
En, sem sagt, ef þú vilt skýr mannréttinda ákvæði í stjórnarskrá þá geturðu áhyggjulaust sett mig í fyrsta sæti.
Blaðið vildi ekki birta svona langa tilvísun og ég tók greinina óvart óbreytta upp en ekki úr handritinu: Hér kemur hún í Recommedation nr. 7
http://www.coe.int/t/dghl/monitoring/ecri/activities/GPR/EN/Recommendation_N7/Recommendation_7_en.asp#TopOfPage
Og 3ja skýrslan um Ísland: http://hudoc.ecri.coe.int/XMLEcri/ENGLISH/Cycle_03/03_CbC_eng/ISL-CbC-III-2007-3-ENG.pdf
http://www.coe.int/t/dghl/monitoring/ecri/activities/gpr/en/recommendation_n7/ecri03-8%20recommendation%20nr%207.pdf