Í skýrslu sinni um Ísland frá 13. febrúar 2007 beinir ECRI, sem er sú nefnd á vegum Evrópuráðsins sem berst gegn kynþáttafordómum og kynþáttamisrétti, því til íslenskra stjórnvalda að þau styrki, geri skýrari, þau ákvæði stjórnarskrár sem vernda eða eiga að vernda fólk gegn kynþáttafordómum og kynþáttamismunun. Yfirvöld hér sýnist mér voru á því að 65. greinin veitti nægilega vernd gegn slíku, en það var þá. 65. greinin hljóðar svo: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.
Allir virðast sammála um það nú að 65. greinin þurfi að vera miklu ítarlegri og koma framar í stjórnarskrána, jafnvel fremst. Og ég bið ykkur ágætu verðandi stjórnlagaþingmenn að vera óhrædd við að nota orðin kynþáttafordómar og kynþáttamismunun (sem felur í sér uppruna, litarhátt og trú), ekki hræðast þau eða telja þau óþörf. ECRI vitnar til „general Policy Recommendation No. 7″ sem ég bið ykkur að kynna ykkur á vef Evrópuráðsins (http://.coe.int)(aths. rétt vefslóð í athugasemd 3 hér að neðan) þar má einnig sjá og lesa þau tilmæli sem ég vitna til og finna má í 3ju skýrslunni um Ísland.
Ég lofa því að íhuga það vandlega að mæra hvern þann sem sýnir þessu máli skilning og áhuga.
Þarna er ábending frá einni virtustu sérfræðinganefnd Evrópuráðsins. Íslendingar hafa hingað til ekki beinlínis hlaupið til vegna athugasemda að utan. En kannski er kominn tími til enda ábendingin í fullu samræmi við þá hugsun sem nú er uppi.
(greinin birtist í Fréttablaðinu í dag)(varðandi vefslóð) sjá athugasemf nr. 3 hér að neðan
Ég held að það sé mun betra að stíga skref til fulls og sleppa ALLRI upptalningu.
Mér finnst að ákvæðið um að trú falli undir kynþáttafordóma vera alveg fáránlegt, því hægt er að misnota það.
Það hefur t.d. sýnt sig að öfgatrúarhópar hafa skákað í þessu skjóli og boðað hatursboðskap sinn.
Einnig lyktar þetta ákvæði af undirlægjuhætt við trúarhópa eins og Múslíma, en þeir vilja fá öll réttindi en bera engar skyldur á móti.
Þú verður að fyrirgefa tortryggnina, sem er kannski óverðskulduð, en í ljósi umræðunnar um tillögur mannréttindaráðs, þá hvarflaði að mér að þarna væri eitthvað sem mætti nota til að túlka sem rétt meirihlutans til að ganga á rétt minnihluta. Ég sé ekkert á þeim nótum í skjalinu og aðeins vísað til Íslands neðanmáls í upptalningu.
Fljótt á litið virðist þetta hið ágætasta skjal og skilgreina nokkuð vel að mismunun á aldrei að eiga sér stað.
AB, jú, það getur verið varasamt að telja upp nokkur atriði, hættan er það verði túlkað þannig að önnur séu undanskilin, en á móti kemur að mér finnst rétt að taka af allan vafa. En það er kannski verkefni stjórnlagaþings að orða þetta endanlega svo vel fari.
Ég sé ekki, Bragi, að neitt þarna gefi öfgahópum færi á að boða hatursboðskap, þvert á móti. En það er þá einfaldlega eitthvað sem þarf að benda á og lagfæra.
En það er rétt að auðvitað er hreinlegra að aðgreina kynþáttafordóma annars vegar og trúfrelsi hins vegar.
Í ECRI eru 47 sérfræðingar um kynþáttamisrétti etc. einn frá hverju landa Evrópuráðsins. Ég myndi hugleiða ráðleggingar þeirra en ekki að ana að því ,,hvað mér finnst“ fyrr en eftir mikla umhugsun. BKv. B