Miðvikudagur 24.11.2010 - 22:21 - Lokað fyrir ummæli

Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda!

Stjórnarskrá Litháen er með uppfærðum mannréttindaákvæðum enda nýleg, frá1992. Ég hef satt að segja ekki kynnst þjóð sem leggur eins mikla áherslu á þjóðerni sitt og uppruna en þeir eru gáfaðri en Íslendingar og gengu í ESB 2004.  Gríska stjórnarskráin er ekki bara í Guðs nafni heldur í nafni föður, sonar og heilags anda.  Síðan er í mörgum greinum lýst yfir hollustu við Grísku Orthodoxu kirkjuna, hástöfum. Vinir mínir í Vantrú hefðu nóg að gera þar og ættu kannski að flytja sig.  Vinur minn grískur  segir litla óeiningu um þetta.  Ríkið þar greiðir prestum Orthodoxa laun án nokkurs jarðasamkomulags. Hjörtur Magni gæti rifið sig þar.

Ég er annars orðinn á móti einstaklingsframboðskosningum. Eftir því sem fleiri vinir mínir biðla til mín sekkur í  mig sektarkenndin yfir því  að þurfa eiginlega að bregðast öllum nema einum.  það munar víst mest um fyrsta sætið og raunar nokkuð um næsti þrjú.  Afbragðafólkið sem ég þekki og er í framboði skiptir hins vegar tugum.  Þess utan eru margir sem ég veit að eru vel gefnir, vel lesnir og bindindissamir.  Á ég að kjósa Hjalta Hugason vegna þess að hann er betur að sér en aðrir um samband og sambúð ríkis og kirkju auk þess að vera með svipaðan mannréttindaskilning og ég  Eða Arnfríði Guðmundsdóttir eða Örn Bárð Jónsson af því að það sama má segja um þau.  Eða á ég að kjósa Sigurð G. Tómasson af því að hann er svo skemmtilegur og gáfaður.  Erling Sigurðarson af því að hann er afburðamaður, Þorstein Gylfason, Pétur Björgvin, Sigurð Grétar pípara af því hann býr í Þorlákshöfn, Árna Kjartansson arkitekt sem er ö’rum rökvísari  eða Valgarð Guðjónsson af því að hann rökræðir við mig á síðunni minni, Soffíu Sigurðardóttur sunnlending,  Gísla Tryggvason eyjumann, Eirík Bergmann eða Friðrik Þór Guðmundsson sem er flottur í svona umræðu.  Og ég gleymi mörgum. Þið sjáið að þetta er ekkert grín.

Ég kem heim á laugardaginn og ætla að kjósa. Kannski leysist þetta ef vélinni seinkar. Annars er ég með tillögu að lausn. Að kjósa þann sem sækir mig til Keflavíkur.  Ekki myndi samviskubitið minnka við það.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

  • Erlendur Fjármagnsson

    Til hvers stjórnarskrá handa þjóð sem á evrópumet í ólöghlýðni, svindli o g svínaríi og uppfyllir ekki þau lágmarksskilyrði fyrir lýðræði að búa við óháða fjölmiðlun enda 36% hennar meðvirk pólitíkusum sem sem bera ábirgð á fjárhagslegu og siðferðilegu gjaldþroti hennar og munu þau þannig ávallt koma í veg fyrir að FLokkurinn þurfi að taka afleiðingum verka sinna í kosningum.

  • Hallur Magnússon

    Fyrst þú spyrð þá átt þú að kjósa hann Hall Magnússon #9541 – því ég held þú sért svolítið sammála honum!

    http://blog.eyjan.is/hallurm/

    Kveðja
    Hallur

  • Skítlegt eðli

    „Grikkir gáfaðari en Íslendingar“ ?
    Síðuhöfundur sækist greinilega ekki eftir vinsældum.
    Hefði einhvern tíma þótt landráð svo mikið sem gefa í skyn að Íslendingar væru ekki gáfaðasta þjóð í heimi.
    Þjóirnar eiga hvor sína goðafræði, en bara önnur á söfnuð sem fylgir þeirri trú.
    Sú þjóð sér nú það ráð vænlegast til að losna úr kreppu að halda áfram að trúa á mammon en halda Kristi frá næstu kynslóðum.

  • Danski kóngurinn kom með núverandi stjórnarskrá til landsins svo líklega eru ófarir þjóðarinnar bara honum og hans stjórnarskrá að kenna. Þannig hefur það alltaf verið gegnum aldirnar. Spilltir Íslenskir embættismenn eru alsaklausir og hafa alltaf verið, þeir hafa bara fórnað sér í þágu vanþakkláts almennings eins og þeir hafa alltaf gert. Og þjóðarsálin, kolrugluð og ringluð eins og endranær. Það var líka Evu að kenna að Adam át eplið. Og áralagið er árinni að kenna en ekki ræðaranum. En væntanlega lagast allt bara ef við losnum við áhrif Danska kóngsins og kristnina, en kristið siðferði þvælist bara fyrir.

    Ný stjórnarskrá eða ekki. Íslendingar munu alltaf finna glufur.

Höfundur