Orðhengilsháttur fulltrúa VG þessa dagana þegar þeir eru að reyna að fela vandræðagang sinn fyrir kjósendum er hallærislegur. Þeir fara undan spurningum í flæmingi eins og hræddir ófleygir fuglar. Annars a allt í pólitíkinni á að vera fyrir opnum tjöldum. Þingfundir eru opnir. Bæjarstjórnarfundir eru opnir. Það eiga þingnefndarfundir líka að vera. Flokksráðsfundir eiga að vera opnir. Þingflokksfundir sömuleiðis. Hvað er fólk að fela með öllum þessum lokuðu fundum? Hörð skoðanaskipti. Ríkisleyndarmál? Nei, það er að undirstrika vald sitt. Lokaðir fundir eru í ætt við fornar launhelgar trúarbragðanna og eiga ekkert skylt við ,,nýtt Ísland“ eða betri siði í stjórnmálum. Það sem ekki má segja fyrir opnum tjöldum eiga kjörnir fulltrúar ekki að segja.
Í hættuástandi(Lesist: Agnes og Helgi Seljan hímandi við dyrnar) getur nú verið viturlegt að læsa hurðum -eða hvað? það er nú auk þess ekki eins og vinstri meirihlutinn á þingi sé að glíma við englana í paradís akkúrat núna.
Innilega sammála þér.
Bæjarstjórnarfundir hafa yfirleitt verið opnir hringinn í kringum landið (með örfáum undantekningum), enda hafa VG yfirleitt ekki haft mikið að segja í bæjarmálapólitíkinni kringum landið.
Held að þremenningarnir séu að rugla saman skoðanafrelsi og hópstarfi. Í hópstarfi ríkir að sjálfsögðu skoðanafrelsi og þar er oftast komist að sameiginlegri niðurstöðu. En það er ekki öllum gefið að vinna í hóp, til þess þarf töluverðann þroska.
Hvað varðar lokað fundi þá er slíkt afar vandmeðfarið og sérstaklega í hóp sem á að fara með stjórn landsins. Í raun eiga allir slíkir fundir að vera opnir, en ef til vill er ágreiningurinn svo svæsinn innan þingflokks VG að flokksforystan hættir ekki á að ríkisstjórnin verið sprengd í beinni útsendingu af fundi hjá þeim og lái þeim hver sem vill.