Orðhengilsháttur fulltrúa VG þessa dagana þegar þeir eru að reyna að fela vandræðagang sinn fyrir kjósendum er hallærislegur. Þeir fara undan spurningum í flæmingi eins og hræddir ófleygir fuglar. Annars a allt í pólitíkinni á að vera fyrir opnum tjöldum. Þingfundir eru opnir. Bæjarstjórnarfundir eru opnir. Það eiga þingnefndarfundir líka að vera. Flokksráðsfundir eiga að vera opnir. Þingflokksfundir sömuleiðis. Hvað er fólk að fela með öllum þessum lokuðu fundum? Hörð skoðanaskipti. Ríkisleyndarmál? Nei, það er að undirstrika vald sitt. Lokaðir fundir eru í ætt við fornar launhelgar trúarbragðanna og eiga ekkert skylt við ,,nýtt Ísland“ eða betri siði í stjórnmálum. Það sem ekki má segja fyrir opnum tjöldum eiga kjörnir fulltrúar ekki að segja.
Lilja. Atli, tryppið og lýðræðið.
Þetta fólk sem var kosið í lýðræðislegum kosningum og tók þátt í að samþykkja stjórnarsáttmála sem var staðfestur á lýðræðislegan hátt innan flokksins hefur nú fengið þá sýn á lýðræðið að ekkert lýðræði sé til nema þau stjórni ferð. Þeirra lýðræði er að meirihlutinn ráði þegar þau eru í meirihluta og minnihlutinn ráði þegar þau eru i minnihluta. Það er þeirra lýðræði.
Svo tala þau um skoðanakúganir. Er ekki ljóst að fámenn klíka (3) er að kúga meirihlutann til fylgis við skoðanir minnihlutans.
Það er skoðanakúgun á grófasta máta.
Ég held að þetta fólk þurfi að fá góðan fyrirlestur um lýðræði..
Vonandi virkar lýðræðið svo að hægt verið að losa sig við þessa fulltrúa einræðisins á lýðræðislegan hátt.
Farsælast að ríkisstjórn Jóhönnu hrökklist frá völdum, svo verðum við að vona að betra taki við.
Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um að borga Icesave, lúffa fyrir AGS og þiggja mútur frá ESB.
marat … hittir beint í mark:
„Það stóð ekkert í stjórnarsáttmálanum um að borga Icesave, lúffa fyrir AGS og þiggja mútur frá ESB“
Þetta er kjarni málsins og það mætti flokksforusta VG muna og hafa hugfast.
Marat og Jón.
Gaman að fá sanna íslendinga hér inn.
Að sjáfögðu borgum við ekki skuldir okkar tökum ekki ráðum frá öðrum þaðan af síður að skoða hvað aðrir vilja bjóða okkur.
Eina sem okkur vantar virkilega eru meiri lán svo veislan geti haldið áram. UPS enginn vill lána okkur. Er það ekki alveg ótrúlegt.