Eitt megineinkenni vestrærænnar menningar er að hver einstaklingur fái að fara sínu fram án þess að það raski um of ró annarra. þannig megi hver og einn klæðast að vild innan striks sem markast af blygðunarsemi þeirra sem komnir eru af léttasta skeiði og aðhafast flest það sem ekki brýtur á frelsi annarra. Oftar en ekki þurfa mál að fara í tiltekna ferla svo að tryggt sé að svo verði ekki.
Sumir segja að búrka sé dæmi um yfirráðavald og ætti því ekki að líðast. Ekki er að mínum dómi til önnur lausn á þessu en opið og frjálst samfélag frjálsra einstaklinga þar sem hver og einn ræður sínum hlutum. Samfélag boða og banna yfirráðastéttar er tæpast svarið við nefndum kvennakúgunarþræði.
Aðrir vilja sjá framaní alla. Að hver beri fram sitt andlitsauðkenni. Falleg hugmynd sem ég fell stundum fyrir en samt hugnast mér ekki að fara að setja margbreytileika mannlífsins skorður. Að hver megi bera það fram sem hann vill með þeim hætti sem hann vill svo lengi sem það setur ekki lífi annarra skorður er sú leið sem mér hugnast best og er því sammála niðurstöðu okkar ágæta innanríkisráðherra.
Evrópuráðið, bæði þingið sjálft og í mynd ECRI er andvígt bönnum hvort sem er á búrkum eða öðrum sérútbúnaði. Sjálfum finnst mér að það sama eigi að gilda innan veggja skóla og í öðru opinberu rými. Ef fólk vill vita hverjir þar eru á ferli er hægt að skylda fólk til þess að bera nafnspjöld(e.t.v. með mynd).
Sérútbúnaður- skemmtilega orðað!
Sammála. Góður pistill.
„…..að hver einstaklingur fái að fara sínu fram.“
Ef punktur er settur þarna – sé þá ekki betur en að komin sé stefnuskrá D listans?
Hefurðu prófað að tengja saman búrkur, klám og nektardans? Mér þykir það ágæt hugarleikfimi.