Það varð uppeldisrof á níunda áratugnum. Þá hættu íslendingar endanlega að ala upp nýjar kynslóðir. Báðir foreldrar voru farnir að vinna úti. Bæði kom til sjálfsögð og eðlileg jafnréttisbarátta og svo þurfti þess smám saman til þess að standa undir félagslegum kröfum. Á árunum 1976 til 1996 gjörbreyttust velmegunarviðhorfin. Normið var að eiga góða bíla, sjónvörp, tölvur, íbúðir stækkuðu, sumarhús spruttu upp, hesthús byggð. Foreldar í dag sem voru að alast upp þá ólust upp sjálf, fengu ekki í vöggugjöf arf kynslóðanna, siði og siðvit og eru náttúrulega eru ófær um að skila einu eða neinu til sinna barna. Úr þessum arflausa jarðvegi sprettur fólk sem telur allt í lagi að vera vítisenglar, úr þessum jarðvegi spruttu útrásarvíkingarnir og úr þessum jarðvegi spretta núverandi stjórnendur Arion banka. þetta fólk hefur enga tilfinningu fyrir þeim sáttmála sem batt Íslendinga saman. Það þekkir varla mun á réttu og röngu. Það hefur ekki lesið Íslendingasögurnar og Laxness, hvað þá Þórberg og það heldur að Bjartur í Sumarhúsum hafi verið hetja.
„Það hefur ekki lesið Íslendingasögurnar“
Þó að Íslendingasögurnar séu áhugaverð og epízk lesning, þá langar mig að velta því fyrir mér… heldur þú ekki að þær hafi freeeekar þá áhrif að menn langi til að verða vítisenglar við lestur þeirra en ef þeir hefðu ekki lesið þær? Þær eru mikið til um hefndar-, ofbeldis- og dráps-samfélag, stolt og „karlmennsku“.
Ég vona innilega að þessi texti hafi átt að vera grín. Annað er ekki boðlegt. Halda menn virkilega að það hafi verið betra að lifa í samfélagi þar sem stéttskiptingin var mun meiri en í dag (þrátt fyrir bankamenn), miklir fordómar voru gagnvart þeim sem voru öðruvísi, konur fengu engu að ráða og börnin voru „öguð“. Að halda að almenningur hafi verið sáttur við að eiga ekki neitt, varla mat, bara af því að það hafði Laxnes á náttborðinu og kunni kannski meira um íslendingasögurnar en sumir í dag. Mér finnst gaman að lesa íslendingasögurnar, en er boðskapur þeirra góður? Að verja heiður sinn eða fjölskyldunnar með því að drepa allt sem hreyfðist í næsta nágrenni?? Var það kannski þetta siðferði sem fékk þessar góðu, siðlegu kynslóðir til að slást í tveimur blóðugum styrjöldum á fyrri hluta síðustu aldar. Það hlýtur bara að koma skilaboð um að þetta hafi átt að vera grín.
Thad er verst ad vita ekki hver thu ert Petur. Textinn er ekki grin en hann er samt ekkert annad en hann er – fimmtudagsandvarp a vetri-. Vitaskuld ma nalgast malid fra morgun hlidum. Bestu kvedjur til thin og Gustavs einnig.B