Það varð uppeldisrof á níunda áratugnum. Þá hættu íslendingar endanlega að ala upp nýjar kynslóðir. Báðir foreldrar voru farnir að vinna úti. Bæði kom til sjálfsögð og eðlileg jafnréttisbarátta og svo þurfti þess smám saman til þess að standa undir félagslegum kröfum. Á árunum 1976 til 1996 gjörbreyttust velmegunarviðhorfin. Normið var að eiga góða bíla, sjónvörp, tölvur, íbúðir stækkuðu, sumarhús spruttu upp, hesthús byggð. Foreldar í dag sem voru að alast upp þá ólust upp sjálf, fengu ekki í vöggugjöf arf kynslóðanna, siði og siðvit og eru náttúrulega eru ófær um að skila einu eða neinu til sinna barna. Úr þessum arflausa jarðvegi sprettur fólk sem telur allt í lagi að vera vítisenglar, úr þessum jarðvegi spruttu útrásarvíkingarnir og úr þessum jarðvegi spretta núverandi stjórnendur Arion banka. þetta fólk hefur enga tilfinningu fyrir þeim sáttmála sem batt Íslendinga saman. Það þekkir varla mun á réttu og röngu. Það hefur ekki lesið Íslendingasögurnar og Laxness, hvað þá Þórberg og það heldur að Bjartur í Sumarhúsum hafi verið hetja.
Það er mikið til í þessu, en þegar ég las þetta datt mér í hug grein sem ég sá um daginn
http://visir.is/nokkrar-tilvitnanir/article/2011110309450
Heyr, heyr.
Vel mælt.
Límið í samfélaginu er horfið.
Kannski á tími hinnar heimavinnandi húsmóður eftir að renna upp aftur einhvern tímann. Við fiskverkakonurnar sem sinnum barnauppeldi meðfram launuðum störfum og erum ekki í framapoti hefðum margar hverjar ekkert á móti því.
Er ekki best Baldur að allir verði efnalitlir að nýju? Þessi ríkisstjórn vinnur dyggilega að þeirri stefnu,eða yfirsést mér eitthvað?