Mánudagur 25.04.2011 - 10:59 - Lokað fyrir ummæli

Illa heppnaðir Íslendingar!

Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg.  Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni.  Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun.  Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði.  Menn höfðu eytt birkiskógum.  Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga.  Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.

Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna.  Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð.  Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga.  það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (34)

  • Ómar Valdimarsson

    Þetta er ömurleg lýsing á gæfulitlu fólki. Og ennþá ömurlegra að hún skuli að verulegu leyti vera sönn.

  • Hrafn Arnarson

    Ekki get ég tekið undir þetta. Landnáms er aðallega bændur sem koma frá Noregi og allmargir með viðkomu á bretlandseyjum. haraldur hárfargri sameinaði ekki Noreg nema í skamman tíma. Öldum saman var blóðug valdabarátta milli höfðingja í Noregi. Hér var ófriður á 13. öld , fáir bardagar og sjóorrustur en almennt vopnleysi. Noregur var alltaf miðsvæðið en Ísland jaðarsvæðið. Upphefðin var í því fólgin að komast til áhrifa og virðingar við hirðina. Noregskonungar gerðu alltaf tilkall til landsins. menntun var mikil í landinu og auðlegð. Miðaldabókmenntir verða til. Saga Noregskonunga skrifuð. Gleymum því ekki að náttúran var óblíð og hörð. Eldgos og öskugos breyta blómlegri sveit í auðn. Sandfok breytir gróðri í auð. Drepsóttir leggja stóran hluta af þjóðinni í valinn.En þjóðin var einnig fjötruð af hugarfarinu. Stórbændur halda vinnufólki í fjötrum. Hörð lífsskilyrði gera mennina grimma og miskunarlausa. Á síðustu öld tekur þjóðinmörg stór stökk og verður meðal auðugustu þjóða. Þjóðartekjur margfaldast á öldinni. Vélvæðing sjávarútvegs og landbúnaðar veldur gífurlegri framleiðniaukningu. Blessað stríðið færir mikinn auð og fleiri stór stökk í atvinnumálum. Núna á þjóðin í djúpri kreppu og efnahagslega kreppan er ekki verst.Siðrof og upplausn; þeir þræðir sem binda samfélagið saman eru að rifna. Hér er verk að vinna!

  • Því miður fyrir okkur öll, hefur þú mikið til þíns máls.

  • Sýn Samfylkingarinnar á sögu þjóðarinnar er ekki björt.

Höfundur