Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg. Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni. Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun. Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði. Menn höfðu eytt birkiskógum. Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga. Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.
Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna. Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð. Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga. það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.
Það er með hreinum ólíkindum hvernig þú getur skrifað Baldur. Þetta niðurbrotshjal hjá þér, það er uppbyggilegt fyrir börnin okkar t.d. sem berjast áfram í skóla eða þau sem hafa kannski einhverja vinnu, að lesa svona pistla eins og þú skrifar hér. Það er heldur ekki skrítið að ekki gangi betur að byggja upp hér á landi, ef fólk hugsar eins og þú. Veistu hvað það eru margir sem eru farnir héðan af landinu, og veistu hvaða aldurshópur það er ? Svei bara !
Við erum einkennileg blanda að mikilmennskubrjálæði og minnimáttarkend .
Hræðileg blanda sem við súpum nú af.
Sumir íslendingar voru ekki alltaf jafnánægðir með Herra J.Sigurðsson.
Má sjá pistil um það hér: þegar jón Forseti ,,misbauð kúgaðri og umkomulítilli þjóð sinni“ og gerðist ,,leiguþjónn Dana og dansklyndra íslendinga“.
http://heimskringla.blog.is/blog/heimskringla/entry/1161587/
Sæll Baldur.
Nú ertu kominn alveg langt fram úr sjálfum þér í sjálfsgagnrýni þinn á sjálfan þig og þjóð þína. Þetta bara fer þér ekki.
Þessi söguskoðun þín er líka einhver yfirborðkenndasta rugl sem ég hef heyrt lengi.
Það er nú ekki eins og að einhver friður og velmegun hafi ríkt á miðöldum í nágrannalöndunum okkar og Evrópu. Ég hugsa að þér muni ekki einu sinni takast að finna neitt einasta áratugaskeið þar sem sæmilegur friður hefur ríkt nokkrustaðar í evrópu frá landnámi til 20. Aldar. Þetta sameiningarferli sem þú mærir hástöfum kostaði endalausar styrjaldir sem ekkert lát varð á fyrr en eftir síðustu heimstyrjöld.
Þú talar líka eins og Noregskonungur hafi verið að sameina landið til að ná einhverjum félagslegum úrbótum. Það er kannski ekki útilokað að eitthvað slíkt hafi verið honum og öðrum þjóðhöfðingjum í huga en sagan sýnir að öll þessi sameiningaráform (sem voru í flestum ef ekki öllum tilfellum bara hreinn yfirgangur og ofbeldi til að auðga eigin hag) höfðu lítið annað en dauða, tortímingu og örbyrgð í för með sér fyrir meninþorra fólks á viðkomandi landsvæði.
Ef við tökum t.d. ógeðslegustu stríðin eins og þrjátju ára stríðið og síðar borgarastyrjöldina í Englandi á 17. öld þar sem fleiri voru drepnir miðað við höfðatölu á Englandi heldur en drepnir voru í báðum heimstyrjöldunum samanlagt. Hvaða gagn var af því?
Þessi ömurlega þjóð. Þessir heimsku íslendingar sem þú tala um höfðu þó vit á því að standa ekki í slíku. Meir að segja kristnitakan og svo siðaskiptin fóru hér að mestu friðsamlega fram. Á Íslandi voru þetta örfáir bardagar þar sem í mesta lagi einhverjir tugir, kannski hundruð, féllu.
Ennfremur sluppu íslendingar að mestu (þó ekki að öllu leiti) við galdrabrennur og annað rugl sem þessar gáfuðu nágrannaþjóðir okkar höfðu áhuga á að standa í
Varðandi hatur á útlendingum þá er augljóst að Danir ráku hér nýlendustefnu sem gat varla leitt til ástar þjóðarinnar á þeim.
Ég held að við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála um þetta en mér finnst þjóð mín bara ágætis fólk. Ég hef sjálfur búið í meir en áratug í nágrannalöndum okkar og kannast alls ekkert við að þar búi eitthvað betra og gáfaðara fólk.
Varðandi bankahrunið, þá erum við ekki eina þjóðin sem á í slíkum vandræðum. Nú sé eitthvað að marka erlenda fjölmiðla hjá þessum gáfuðu þjóðum sem þú lítur til með svo mikilli lotningu, þá halda margir þeirra því fram að Íslendingar séu bara að komast nokkuð vel frá hruninu. Betur en margir aðrir.
Kær kveðja.
Ólafur Elíasson