Mánudagur 25.04.2011 - 10:59 - Lokað fyrir ummæli

Illa heppnaðir Íslendingar!

Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg.  Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni.  Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun.  Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði.  Menn höfðu eytt birkiskógum.  Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga.  Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.

Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna.  Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð.  Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga.  það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (34)

  • Bölmóður

    Hverju mótmæltu Jón og félagar? Lögum frá hinu nýstofnaða danska þingi sem bönnuðu áthagafjötra!

  • Og aftur liggur auðlindin í sjónum, ónotuð.

    Þegar við sömdum við bretana um 50 mílna lögsögunna hentum við í þá 130 þús tonnum til að þeir gætu sætt sig við að við ættum rétt á 50 mílunum, þeir fengu að veiða skitin 130 þús tonn innan 50 mílna en við rest. Nú veiðum við 160 þús tonn innan 200 mílnanna. Til að finna jafn litla veið við ísland á friðartímum þarf að fara aftur til ársins 1912.

    Þá voru ekki vélar í bátunum okkar.

    Nú er fiskur út um allan sjó. Það er landburður af fiski allstaðar. Skipin okkar liggja bundin við bryggju vel flest um 200 daga á ári, þau sem ekki er búið að selja úr landi.
    Er þetta eitthvað vit?

  • Eyjólfur

    Það ætti að kæra þig fyrir biskupi Baldur Kristjánsson.

  • Sönn lýsing á Íslendingum.

    Þakkir.

Höfundur