Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg. Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni. Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun. Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði. Menn höfðu eytt birkiskógum. Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga. Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.
Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna. Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð. Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga. það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.
Þetta er að mínu mati mjög kurteisisleg lýsing Baldur. Það mætti líka byrja svona:“Geturðu kastað þessu í land Ingó?“ „Já Hjölli, hvað er þetta?“ „Veit það ekki, er þetta ekki dýna?“ „Nei þetta er sæng“ „OK en þetta, er það ekki sæng?“ „Nei þetta er rúm og þetta er dýna“
Svona gerðist það að á Íslandi er sængin orðin að rúmi, mattressan orðin að dýnu og dýnan að sæng. Nokkuð augljóst að þótt við höfum lifað af hungur og hörmungar þá var það ekki fyrir vits sakir.
Ég verð viðurkenna að mér er nokkuð brugðið við lestur þessarar færslu. Ekki síður er mér brugðið við að lesa athugasemdir við þessa færslu. Við komust aldrei upp úr þessum hjólförum sem við erum í ef viðhorfið er að íslendingar séu fábjánar upp til hópa sem hefði með réttu átt að flytja á Jósku heiðarnar. Ég er stoltur af því að vera íslendingur og ég er montin af landinu mínu. Við erum að fara í gegnum tímabundna erfiðleika sem við munum sigrast á innan tíðar með því að standa saman, en ef að hugarfar Baldurs verður ofan á þá munum við aldrei komast eitt né neitt.
Þetta er ágæt lýsing á Íslendingum, vitlausustu þjóð í heimi. Sú fámenna klíka sem á Ísland, veit nákvæmlega hvernig á að kjafta upp vitleysuna í þessari þjóð. Atkvæðagreiðsan um Icesave snérist um að endurheimta völd og eitt er víst að tilgangurinn helgar meðalið hjá þessu smjörklípufólki.
Nú er ég hættur að botna í þér Baldur eins oft og ég hef samt borið virðingu fyrir skoðunum þínum næmni á þjóðfélagið og jákvæni í nálgun mála, þó svo að ekki séum við alltaf sammála.
Hér ert þú greinilega í einhverju geðvonsku kastinu orðinn einn af þeim súrustu úr úrtöluliðinu sem tala land sitt og þjóð stöðugt niður. Hér er allt ómögulegt og vitlausast í heimi !
Tilgangurinn að tala kjarkinn úr þessari „aumingjans“ þjóð helgar nefnilega ESB meðalið þar til þess eins að land þeirra og þjóð verði ofurselt spilltu og miðstýrðu ESB/Brussel valdinu.
Eina eitrið og sundurlyndisfjandinn sem hefur gert þessari þjóð verra en Móðuharðindin, Hrunið sjálft og Gamli sáttmáli.
Það er ESB umsóknin sem er eitrið sem hefur sundrað þessari þjóð meira og verr en nokkuð annað og það á versta tíma í Íslandssögunni !
Farðu nú frekar í hljóði að biðja Guð að hjálpa þessari Guðsvoluðu þjóð þinni frekar en að tala þjóð þína niður og bölsóttast hér á blogginu út í allt og alla.
Það hæfir jafn greindum og grandvörum heiðursmanni og þér ákaflega illa að láta svona við þjóðina þína, þó svo að hún sé þér ekki sammála um veraldleg mál eins og ESB eða ICESAVE.
Þetta er alls ekki sá mildi og skilningsríki Baldur Kr. sem við lesendur þínir höfum fengið að kynnast hingað til og metum oft mikils.