Mánudagur 25.04.2011 - 10:59 - Lokað fyrir ummæli

Illa heppnaðir Íslendingar!

Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg.  Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni.  Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun.  Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði.  Menn höfðu eytt birkiskógum.  Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga.  Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.

Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna.  Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð.  Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga.  það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (34)

  • Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvað sumu fólki er illa við að vera Íslendingar.

  • Sævar Helgason

    Þetta eru alveg mögnuð vakningarskrif. Að horfa innávið. Mörgum bregður í brún. Er það ekki hollt þessari þjóð? Hún hefur verið mikið í því að horfa útávið-sýnast og miklast í augum annara. Svo langt fór hún frá sjálfri sér að hún hefur hlotið skaða af, Siðferðilegt og efnahagslegt hrun. Nú gengur bærilega að vinna upp efnahagshrunið með aðstoð alþjóðasamfélagsins -en hvað með siðferðishrunið. Hver sér um að byggja það upp ? Knnski við sjálf ? Þurfum við utanaðkomandi hjálp við það líka ?

  • Sæll Baldur

    Þennan pistil hlýtur þú að hafa skrifað í drunganum á föstudaginn langa 🙂

    Tvær tilgátur vil ég koma með inn í þessa umræðu.

    a) Þetta fólk sem fluttist frá Noregi til Íslands var rekið frá Noregi. Það fór þaðan ekki sjálfviljugt. Þetta fólk tilheyrði ættflokki Herúla sem hafði sest að fyrir norðan byggð þeirra Skandivava sem byggðu Skandinavíuskagann. Herúlar var þjóðflokkur Húna sem í þjóðflutningunum miklu 600 til 800 flutti frá Kákasus / Ungverjalandi til Norður Evrópu, Danmerkur og Norges. Sjá nánar um Herúla með því að slá orðinu Herúlar í leitarvélina Google. Þegar Harladur Hárfagri sameinaði Noreg þá var það hluti af hans herferð að reka þessa Herúla, þetta aðkomufólk úr Noregi. „Ethnic clensing“ hefði slíkt heitið í dag. Þess vegna hurfu öll skáld úr Noregi þegar þetta fólk flutti. Frá Kákasus kemur listin að búa til skyr. Þaðan kemur húnboginn sem Gunnar á Hlíðarenda átti. Þaðan kemur íslenski hesturinn og reiðtygin.

    b) Það voru Bandaríkjamenn og Bretar sem höfðu frumkvæði að því og ákváðu að Íslendingar yrðu sjálfstæðir 1944, ekki Íslendingar. Þegar það lá fyrir að Bandamenn myndu vinna stríðið vorið 1944 þá leist Bretum og Bandaríkjunum ekkert á að í þessari breyttu heimsmyndi myndu Danir ráða öllu Norður Atlatnshafinu. Með því að Danir réðu Færeyjum, Íslandi og Grænlandi þá stjórðuðu þeir öllu Norður Atlatnshafinu. Þetta leist Bretum og Bandaríkjunum ekkert á. Þess vegna stóðu þeir að því að Ísland lýsti sig sjálfstæða þjóð tveim, þrem mánuðum áður en Þjóðverjar drógu sig út úr Danmörku. Það eina sem forystumenn Íslendinga á þeim tíma gerðu var að samþykkja tillögur Bandaríkjamanna og Breta að slíta konungssambandi við Dani. Um leið lögðu þeir landið undir bandaríska herstöð. Það að Íslendingar slitu konungssambandinu við Dani var ekki bara með vilja og vitund Breta og Bandaríkjamanna heldur að frumkvæði þeirra. Öldum saman höfðu Bretar barist við Dani um verslun, veiðar og yfirráð á hafsvæðinu norður af Bretlandi og við Ísland. Með þessu útspili unnu Bretar Ísland úr höndum Dana.

    Ísland getur aldrei orðið annað en korktappi í ólgusjó alþjóðlegra stjórnmála og fjármála. Spurningin í dag er hvar viljum við skipa okkur til borðs. Viljum við skipa okkur til borðs sem sjálfstæðum þjóðum Evrópu og fá loks sama sess og Frakkar, Ítalir og Svíar sem sjálfstæð fullvalda þjóð eða viljum við lifa í þeim blekkingarheimi að við séum og höfum verið sjálfstæð þjóð frá þjóðveldisöld, þjóð sem telur sig geta ráðið örlögum sínum sjálf?

  • Þórarinn

    Á morgun segi ég mig úr Þjóðkirkjunni. Þetta er dropinn sem fyllir mælinn.

Höfundur