Mánudagur 25.04.2011 - 10:59 - Lokað fyrir ummæli

Illa heppnaðir Íslendingar!

Það er með hreinum ólíkindum hvað Íslendingum hefur tekist að spila illa úr komu sinni hingað til lands. Þetta var aldrei fyrirmyndarríki útlaga sem ekki gátu sætt sig sameinaðan Noreg.  Þeir sem fluttu hingað voru þeir sem ekki gátu sætt sig við breytta tíma – vildu áfram fá að vera sjálfstæðir smáhöfðingjar í stöðugum innbyrðis bardögum, sitjandi á stöðugum svikráðum hver við annann. Þjóðfélagsþróunin í Noregi líkt og öðrum löndum álfunnar var í áttina til stærri og skipulagðari ríkja, áttina til þess sem varð og er í dag. Okkar menn viku sér undan þróuninni.  Flúðu til fjarlærgrar eyjar og héldu sínum upptekna hætti, börðust innbyrðis á meðan bókmenntafólkið skapaði ódauðleg listaverk um þessa hegðun.  Þetta ástand gekk ekki lengi og eftir nokkra mannsaldra var þetta fólk komið undir Noregskonung, síðar Dani, það kólnaði.  Menn höfðu eytt birkiskógum.  Fólk hírðist hér við illan kost í sjö hundruð ár, framtakslaust, forystulaust, alið var á andúð í garð Dana og annarra útlendinga.  Þjóðin varð bláfátæk. Auðlindin í sjónum lá ónotuð svo og verksvit og samtakamáttur, hörmulegt tímabil í sögu þjóðar sem var fátækust þjóða í Evrópu öldum saman.

Skrifstofumaður á launum hjá Dönum Jón Sigurðsson annaðist sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar sem hoppaði út úr Danska konungsríkinu í miðri heimsstyrjöld til þess að lenda ,,de facto“ á yfirráðasvæði Bandaríkjamanna.  Þjóðin varð rík en kunni ekki fótum sínum forráð.  Eins og með flestum litlum þjóðum náðu tiltölulega þröngar klíkur völdum og héldu þeim þar til oflátungshátturinn skilaði sér í allsherjar hruni og enn er hver höndin upp á móti annarri, engin samstaða um neitt, bak við tjöldin er nánast blóðug barátta um auð og völd og líkt og í allri sögu þjóðarinnar gengur þeim einna best sem tala illa um vonda útlendinga.  það má því segja svona í snarheitum að Íslendingar séu illa heppnað fyrirbrigði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (34)

  • Víða leynast kynþáttafordómar.

  • Það er með ólíkindum að þessi maður skuli gefa sig út fyrir að vera einhvers konar siðferðispredikari Þjóðkirkjunnar. Það er ekki vottur af kristilegum kærleika í þessum andstyggilega texta. Hvers vegna leggur maðurinn á sig þessar píslar, að búa innan um þessa þjóð sem hann svo augljóslega hefur andstyggð á?

    Ég tek undir með Þórarni. Þjóðkirkjan er greinilega ekki lengur neinn staður fyrir gott og heiðvirt fólk, sem leggur hversdagslegan skilning í boðorð trúarinnar um náungakærleik. „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“ á greinilega ekki við hjá þessum kirkjunnar manni ef náunginn er Íslendingur.

  • Gunni gamli

    Athugasemdirnar hér að ofan sanna þitt mál svo ekki verður undan vikist.

  • sigurjón

    Ónefnd er þá ógæfa okkar við að velja geistlega leiðtoga okkur til sáluhjálpar og upplyftingar og það þegar mest á reynir.

Höfundur