Gallinn við tóbaksumræðuna er að fíklarnir hlauppa til og afsaka fíknina. Grípa til frelsisraka. Þykjast hafa lesið Adam Smith. Vitna í Georg Orwell. Þeim sést yfir að tóbak drepur einnig þá sem ekki reykja. Skemmir lungu þeirra og æðakerfi. Flýtir dauðdaga. Þess vegna á að banna reykingar þess vegna í heiminum öllum. Lágmark er að selja það ekki í matvöruverslunum nema þá í sömu hilli og ræstiduft og annar lífshættulegur óþveri. Fær nokkur að standa á svölum fjölbýlishúsa og sprauta æstidufti í kringum sig. Eða standa fyrir framan fyrirtæki sitt og sprauta skordýraeitri á vegfarendur. Nei, tóbak er eitur og drepur ekki bara fíkilinn, einnig aðra.
Áfengi, Majónes, Bílar, Ísbirnir, Trúarbrögð o.s.frv.
Banna þetta allt saman.
Helst mata mig og klæða mig líka, það tryggir nóg af störfum fyrir alla.
Fyrirgefðu, en þú ert hér að tala um reyktóbak. Munntóbak eitrar ekki fyrir neinum nema þeim sem neytir þess.
Það er rétt þetta. Það á að banna allt sem getur hugsanlega drepið okkur…
Þú ert við sama heygarðshornið og Ólína að segja öðrum fyrir verkum.
Vissirðu að fleiri deyja, fara á hausinn, stela og myrða aðra, vegna áfengisdrykkju en reykinga?
Og því ekki að bannað það? Er það ekki tvískinnungur?
Ég er alveg búinn að komast að því að jafnaðarmenn — sem ég mun aldrei aftur kjósa aftur út af þessu fasistabulli — vilja hafa vit fyrir öðrum og steypa alla í sama form.