Þriðjudagur 31.05.2011 - 11:53 - Lokað fyrir ummæli

Tóbak drepur!

Gallinn við tóbaksumræðuna er að fíklarnir hlauppa til og afsaka fíknina.  Grípa til frelsisraka.  Þykjast hafa lesið Adam Smith. Vitna í Georg Orwell. Þeim sést yfir að tóbak drepur einnig þá sem ekki reykja.  Skemmir lungu þeirra og æðakerfi. Flýtir dauðdaga.  Þess vegna á að banna reykingar þess vegna í heiminum öllum.  Lágmark er að selja það ekki í matvöruverslunum   nema þá í sömu hilli og ræstiduft og annar lífshættulegur óþveri. Fær nokkur að standa á svölum fjölbýlishúsa og sprauta æstidufti í kringum sig.  Eða standa fyrir framan fyrirtæki sitt og sprauta skordýraeitri á vegfarendur. Nei, tóbak er eitur og drepur ekki bara fíkilinn, einnig aðra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • „Lágmark er að selja það ekki í matvöruverslunum nema þá í sömu hilli og ræstiduft og annar lífshættulegur óþveri.“

    Það er nú reyndar Baldur minn, gengið skrefinu lengra og tóbakið falið. Í skúffum, þannig að það er ekki sýnilegt neinum.

    Ekki skipta þér afþví hvað aðrir gera við sína peninga og hvað þeir reykja ofan í sig.
    Það er ekki þitt mál og hvað þá ærulausum þingmönnum með allt niðrum sig á hinum mikla leikskóla við Austurvöll.

    Nei takk.. ég skipti mér ekki af neysluvenjum þínum, lágmark er að sýna mér sömu virðingu.

    Lifðu heill.

  • Bílar drepa, áfengi drepur, óhollur matur drepur eigum við þá ekki banna þetta allt bara herra SamfylkingarKlerkur?

  • Af hverju á þá líka að banna neftóbak ?

  • Held að þeir sem eru með próf í ósýnilegri veru á himnum ættu nú bara að vera rólegir og anda djúpt áður en þeir fara að dæma fólk.

Höfundur