Þriðjudagur 31.05.2011 - 11:53 - Lokað fyrir ummæli

Tóbak drepur!

Gallinn við tóbaksumræðuna er að fíklarnir hlauppa til og afsaka fíknina.  Grípa til frelsisraka.  Þykjast hafa lesið Adam Smith. Vitna í Georg Orwell. Þeim sést yfir að tóbak drepur einnig þá sem ekki reykja.  Skemmir lungu þeirra og æðakerfi. Flýtir dauðdaga.  Þess vegna á að banna reykingar þess vegna í heiminum öllum.  Lágmark er að selja það ekki í matvöruverslunum   nema þá í sömu hilli og ræstiduft og annar lífshættulegur óþveri. Fær nokkur að standa á svölum fjölbýlishúsa og sprauta æstidufti í kringum sig.  Eða standa fyrir framan fyrirtæki sitt og sprauta skordýraeitri á vegfarendur. Nei, tóbak er eitur og drepur ekki bara fíkilinn, einnig aðra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (16)

  • Leiðinlegt fólk getur drepið aðra úr leiðindum.

  • Ekki koma þessi skrif mér á óvart.

    Umburðarlyndi er ekki til í þessu landi.

    Jónas Kristjánsson kallar þetta vinstri-fasisma.

    Mikill stuðningur er við þá hugmyndafræði á eyjunni.

    Óhugnanlegt.

  • Ég varð alki og það var prestur sem gaf mér fyrsta áfengissopann.

  • Alexander Kristofer

    Kommunistar grípa til bannröka

Höfundur