Föstudagur 03.06.2011 - 09:22 - Lokað fyrir ummæli

Reynslulausir, illa lesnir reykingamenn!

Neikvæð viðbrögð við tóbaksvarnartillögu Sivjar Friðleifsdóttur bera það með sér að elítan er orðin stirð að hugsa eftir þriggja ára endalausa hrunumræðu. Tillaga Sivjar er í samræmi við alþjóðlega þróun. Það er verið að ýta tóbaki út úr menningunni.   Ef Guð lofar mun tóbak syngja sitt síðasta með Bjarna Harðarsyni og kynslóð hans en gáfaði bóksalinn á Selfossi  hefur verið manna iðnastur við að hjúpa  þjóðlegri rómantískri hulu yfir eitrið sem drepur Íslendinga í stórum stíl bæði þá sem reykja og þá sem ekki reykja.  Þessir rómantísku galgopar eru flestir í yngri kantinum, hafa fæstir komið á líknardeildir þar sem fórnarlömbin eiga sína síðustu mánuði, hafa alist upp á saklausum  tímum og aldrei þurft að hnykla frelsisvöðvana til annars en að viðhalda aðgangi að tóbaki og að mótmæla því að skattskráin liggi frammi.  Sem sagt reynslulausir, illa lesnir reykingarmenn.   Átta sig ekki að frelsi til að reykja er ekki til staðar þar sem það bitnar með lífshættulegum hætti á þeim sem ekki reykja.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (7)

  • Það eru engin bein tengsl á milli óbeinna reykinga og aðgengis að tóbaki. Reykingar í heimahúsum hafa að stórum hluta laggst af á síðustu tíu árum og þar með óbeinar reykingar.
    Ég held að það að selja tóbak í apotekum breyti engu.

  • Anna María Sverrisdóttir

    Baldur.
    Það vita allir að reykingar eru hættulegar. Held það sé ekki nokkur maður sem deilir um það, hvorki reyndir, reynslulausir, vel eða illa lesnir. Það sem fólk er ósátt við er að yfirvöld vilji ganga fram með slíkum hroka og frekju og raun ber vitni gegn venjum í lífi þess, framganga sem þú tekur greinilega undir.
    Við erum mjög ósátt við hugmyndina um þá leið t.d. að ætla að láta reykingafólk sækja tóbak í apotek. Af hverju skyldi eiga að gera það?
    Hvaða áhrif á það að hafa á reykingar nema þær helst að niðurlægja reykingafólk? Er það meiningin að nota aðferðir niðurlægingar á reykingafólk til að hafa áhrif á það?
    Málið er nefnilega að það er ekkert vandamál fyrir fólk að fara í apotek svona almennt svo það í sjálfu sér ætti ekki að breyta neinu nema til að auðmýkja.
    Hvaða eiginlega hvatir liggja að baki svona aðferðum?
    Hvað veldur því að reykingar eru sérstaklega teknar út úr öðrum ósiðum og óhollustu mannlífsins og gengið svona gegn þeim? Af hverju ekki áfengi?
    Áfengi skaðar ekki færri en tóbakið og það líklega á enn svakalegri hátt en reykingar. Hvaða rök liggja að því að byrja ekki á að færa áfengið í apótekin?

    Já og svona í samhengi við þetta. Af hverju verða apotekin fyrir valinu? Hvers vegna ekki bara á hjólbarðaverkstæði? Apotekin hafa hingað til haft ýmind shollustu en ekki óhollustu.
    Mér er alvara, þetta er algerlega út í hött.

  • Heill og sæll Baldur. Sem fyrrverandi reykstrompur get ég alls ekki tekið undir tillögur Sifjar. Finnst svona jaðra við stjórn í gömlu Rússjá. Fólk reykir og fólk verður að bera ábyrgð á sínum (ó) siðum. Hvað með alla stórmarkaðina sem selja af nammibar um helgar 2 fyrir 1, hvar sem börn/fólk gengur út með kílóin af sykrinum? Banna það? Væri kannski ekki nær að hafa 50% afslátt um helgar af grænmeti? Við getum endalaust verið með hártoganir, en fyrst og síðast: okkar er valið með kærri kveðju úr fallegum firði.

Höfundur