Laugardagur 04.06.2011 - 11:26 - Lokað fyrir ummæli

Bændur en ekki fiskimenn- hitað upp fyrir sjómannadag!

Það er í raun og veru merkilegt að velta því fyrir sér að Íslendingar urðu bændur og búendakarlar en ekki farmenn og fiskimenn.  Landið byggðist vegna landþrengsla í Noregi Í Noregi var fjöldinn allur af smákonungum sem börðust á banaspjótum.  Menn fóru milli fjarða yfir heiðar eða á skipum til að drepa hvorn annann og það sem gerist að lokum er að einn konungur reynir að sameina byggðina Haraldur hárfagri hét hann og þá hrukku þeir sem verst létu undan og til Íslands þar sem þeir héldu uppteknum hætti næstu þrjú hundruð árum.  Óeiningin, sundrungin setti þá undir Noregskonung og það er ekki fyrr en um miðja 20. öld að þeir verða frjálsbornir menn aftur og upphefja sama leik sem ekki  er séð fyrir endann á.

Þó hingað væri ekki hægt að komast nema á bátum urðu Íslendingar ekki farmenn eða fiskimenn hvað þá landkönnuðir heldur bændur.  Settu sig niður í skjóli fjalla með sauðfé og fáeinar kýr og hokruðu þar mann fram af manni í 1000 ár.  Varla gat heitið að hér mynduðust útróðrapláss.  Það voru bændur sem fóru á vertíð hluta úr ári þegar frammí sótti og þá á litlum opnum bátum iðulega í hafnleysi og fórust stundum tugum saman við landtöku.  Sjálfir áttu landsmenn ekki skip til að flytja vörur til landsins og fyrir utan nokkra íslenska Norðmenn sem höfðu viðkomu á Íslandi og héldu áfram til Ameríku, ég er að tala um Eirík rauða og Leif heppna og aðra slíka, urðu Íslendingar ekki landkönnuðir.  Eyjan Ísland varð ekki höfn eða stökkpallur heldur dýflissa í hverri menn sátu fastir í fátækt og reiðileysi með undantekningum þó en afskaplega fáum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (4)

  • Það kom til af því að hér óx ekki sá sterki og fjölbreytti stórviður sem þarf til að smíða farskip.

  • Baldurkr

    Gód ábending. Nú ætla ég ad prófa ad loka fyrir ummæli. Allar mínar færslur birtast á facebook og bid ég vini mína ad kommentera thar. Thad er eiginlega betri umræduvetvangur. Allavega thægilegri fyrir mig.

  • aagnarsson

    Þeir sem áttu jörð og 300 kindur máttu sækja sjó, aðrir ekki.

  • ,,Það er í raun og veru merkilegt að velta því fyrir sér að Íslendingar urðu bændur og búendakarlar en ekki farmenn og fiskimenn. “

    Baldur, er þetta rétt ?

    Um hvaða tima ert þú að tala ?

    Er hann ekki komin ?

Höfundur