Sunnudagur 05.06.2011 - 09:26 - Lokað fyrir ummæli

Að komast lifandi út!

Varðandi leiðir til að sækja fiskinn.  Um slíkar leiðir deila menn af miklum krafti. Það er einkum tvennt sem kristin kirkja á sjálfsagðan rétt til að benda á. Hið fyrra er að sótt sé eftir réttlæti. Hvaða aðferð sem verður ofaná sé tryggt að hún sé réttlát.  Réttlæti er eitt af grundvallarstefjum kristinnar trúar og það hugtak sem fer fremst þegar tekist er á um efnisleg verðmæti. Síðara atriðið er sú ábending að hvorki útgerðarmenn eða þjóðir eiga fiskinn í sjónum. Guð almáttugur er sá eini sem getur talist eiga fiskinn í sjónum alveg eins og hann á fugla loftsins, ormana í moldinni og okkur sjálf.  Í Guðshugtakinu þarna felst að engin manneskja eða hópur er eigandi lifandi vera –öll erum við gestir jafn forgengileg og fiskurinn og yfir öllu ríkir eilífðin.  Auðvitað má svo einn prestur eins og aðrir útleggja þetta nánar en þar sem ég ætla
að komast lifandi út úr kirkjunni hér í dag læt ég það öðrum eftir.  Það er ekki þar með sagt að ég álíti það ekki gerlegt eftir þartilgerðum guðfræðilegum leiðum.  Sem betur fer tekur þjóðin öll þátt í mótun hugmyndanna.

P.s. Athugasemdir óskast gerdar á facebook.com. Birt thar einnig. Kv.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur