Neikvæð viðbrögð við tóbaksvarnartillögu Sivjar Friðleifsdóttur bera það með sér að elítan er orðin stirð að hugsa eftir þriggja ára endalausa hrunumræðu. Tillaga Sivjar er í samræmi við alþjóðlega þróun. Það er verið að ýta tóbaki út úr menningunni. Ef Guð lofar mun tóbak syngja sitt síðasta með Bjarna Harðarsyni og kynslóð hans en gáfaði bóksalinn á Selfossi hefur verið manna iðnastur við að hjúpa þjóðlegri rómantískri hulu yfir eitrið sem drepur Íslendinga í stórum stíl bæði þá sem reykja og þá sem ekki reykja. Þessir rómantísku galgopar eru flestir í yngri kantinum, hafa fæstir komið á líknardeildir þar sem fórnarlömbin eiga sína síðustu mánuði, hafa alist upp á saklausum tímum og aldrei þurft að hnykla frelsisvöðvana til annars en að viðhalda aðgangi að tóbaki og að mótmæla því að skattskráin liggi frammi. Sem sagt reynslulausir, illa lesnir reykingarmenn. Átta sig ekki að frelsi til að reykja er ekki til staðar þar sem það bitnar með lífshættulegum hætti á þeim sem ekki reykja.
Hið fingurbendandi yfirlæti þitt og hroki sæmir ekki manni sem gengur á guðs vegum.
Margt í mannlegu athæfi bitnar með lífshættulegum hætti á þeim sem ekki iðka það sama athæfi.
Ég fer t.d. allra minna ferða fótgangandi.
Og anda að mér mengun og drullu úr bílunum.
Hver er réttur minn í þessu efni?
Á ekki að banna bílana?
Keyrir þú annars bíl, Baldur?
Ef svo er, hvaða rétt hefur þú á því að menga loftið sem ég dreg að mér?
Hver er réttur minn sem skattgreiðanda gagnvart þeim kostnaði sem á mig er lagður vegna offitufaraldursins?
Á að banna ákveðnar matvörur?
Mér þykir dapurlegt að fólk sem á að teljast menntað og hafa einhverja vigt í samfélaginu skuli ganga fram með þvílíkum ofstopa.
Tillaga Sivjar er góð og óhjákvæmilegt skref í þessari jákvæðu þróun. Þú komst að athyglisverðum punkti varðandi skattskrána. Mér finnst það lágmarkskrafa til fyrstu hreinu vinstri stjórnar í landinu að hún setji í lög að skattskráin skuli liggja frammi allt árið um kring eins og í menningarlöndum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fólkið í landinu geti fylgst með þessum málum og þetta getur einnig aðstoðað yfirvöld við eftirlit.
Fingurbendandi yfirlæti fer engum betur en hempuklæddum Gvöðs-þjónum, sú stétt hefur aldalanga reynslu af slíkum tilburðum.
„Margt í heimi hér er hættulegt neytendum – við skulum banna það allt. Þeir sem eru ósammála því hafa aldrei stigið fæti inn á líknardeildir og óhæfir til skoðanaskipta – búa ekki yfir sömu reynslu og þekkingu og við Gvöðs-menn.“
Það er fátt eins ömurlegt og þeir sem reyna að upphefja sjálfa sig með málflutningi sem þessum.
Ég er með TH.M gráðu í Páskakanínufræðum með Tannálfsfræði sem aukagrein – ég veit því alveg hvað ég er að tala um og öllum er hollast að taka mark á mér.