Mánudagur 25.07.2011 - 10:13 - Lokað fyrir ummæli

Tjáningafrelsi án skilyrða er marklaust!

Í tillögum stjórnlagaráðs sakna ég banns við hatursáróðri/ræðum.  Heimild til slíks á að vera í stjórnarskrá. Einnig þarf heimild til að banna félagasamtök sem hafa kynþáttahatur/ofbeldi á stefnuskrá sinni og vefsíður sem leyfa slíkt.  Þar þarf þverþjóðlegt samstarf.  Banna á prentun og útgáfu á efni sem elur á kynþáttahatri/ofbeldi.  Í þessum efnum ættum við að ganga í smiðju til Þjóðverja.  Nýjustu hörmulegir atburðir í Noregi ættu að verða til þess að menn litu til ráðlegginga Evróðuráðsins, í mynd ECRI, í þessum efnum.

Annars votta ég Norðmönnum mína dýpstu samúð og sendi vinum mínum þar sérstakar samúðarkveðjur.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (13)

  • Torfi Stefánsson

    Tek undir þetta hjá Baldi. Reyndar eru Svíar með ágætis reglur um þetta en þar ríkir algjört bann við „hets mot folkgrupper“.
    Ég skil ekki að það sé neitt vandamál að taka slíkt upp hér á landi og með þeim lögum að vopni loka fyrir hatursáróður þann sem enn er svo áberandi hér í pólitískri umræðu, meira en tveimur árum eftir hrun.

  • Sæll Baldur.

    Góður punktur hjá þér.

    Tjáningarfrelsið er mjög mikilvægt og ákvarðanir um hömlur á því er grafalvarlegt mál sem ekki má framkvæma í fljótfærni. Í frumvarpsdrögum að nýrri stjórnarskrá eru þessi orð:

    „Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar börnum, öryggi, heilsu, réttindum eða mannorði annarra, svo sem nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi.“

    Löggjafanum verður á grundvelli þessara orða í lófa lagið að setja hömlur á hatursáróður einstaklinga eða hópa. Orðið „öryggi“ er mikilvægt í þessu sambandi og orðin „svo sem nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi“ er lögfræðilegt orðalag (frasi) sem á að tryggja að hömlur verði aðeins settar á vegna nauðsynjar sem skapast í þjóðfélagi sem byggist á lýðræði og almannahag.

    Vona að þetta sé raunhæft og fullnægjandi svar við skiljanlegum áhyggjum þínum.

    B.kv.
    Örn B

  • Einar Þór Strand

    Ég veit ekki hvað þið segið við því sem ég ætla að segja núna.

    Ég held að málið sé að stjórnmálamenn (valdhafar) noti sér oft svona bönn til að koma í vegfyrir umræðu, það getur síðan orðið til að skelfilegir atburðir eigi sér stað.
    Ábyrð stjórnmálamanna á því sem gerðist er meiri en þeir vilja vera láta eða taka á sig.
    Þegar menn fá ekki að tjá sig vegna þess að fjölmiðlar hafna greinum vegna efnis eða afstöðu þá byggja menn upp reiði, reiði sem síðan getur soðið uppúr, einnig kemur það í veg fyrir að hægt sé að koma auga á hugsanlega gerendur fyrirfram og gera eitthvað í málunum.
    Það sem gera þarf er ekki alltaf einhver lögregluaðgerð heldur má til dæmis hugsa sér að viðkomandi fengi að tjá sig við einhvern ráðamann.

    Gott dæmi um atburði sem skapa reiði er þegar lítill meirihluti 51% þvingar stóran minnihluta 49% til að taka upp breytingar sem minnihlutinn er algjörlega á móti. Það er því spurning hvort ekki eigi krefjast aukinns meirihluta við lagasetingar.

    Verra dæmi er svo eins og tíðkast hefur hér á landi að lög hafa verið sett með 22 atkvæðum á Alþingi (jafnvel minna), vegna þess að menn sátu hjá eða voru ekki mættir. Þannig á bara ekki að eiga sér stað. Persónulega finnst mér amk. 32 þingmenn verið að greiða lögum jáyrði til að þau séu samþykkt.

    Allt svona ýtir undir reiði og reiði getur orðið til þess að fólk tryllist og fremji voðaverk.

    Annað sem fer líka í taugarnar á mér er þegar fjölmiðlar flokka hryðjuverk í góð og vond og þá oft eftir pólitískriaftöðu til þeirra sem verða fyrir hryðjuverkinu og/eða fremja það.

    Ég er ekki með þessum skrifum að draga úr fyrirlitningu minni á mönnum sem fremja svona voðaverk.

    Kveðja

    Einar Þór Strand

  • Ingvar Linnet

    Held ad tad liggi ekkert nema gott a bakvid tessa hugsun hja ter en ef tu horfir a t.d. myndbandid sem madurinn setti a netid adur en hann redst til atlogu sest tad rosalega vel hvad honum leid hunsudum og gerdi tetta einmitt til ad fa athygli, tvi ad hans skodanir voru oæskilegar og folk var ekki einu sinni tilbuid ad rokræda tetta vid hann.

    Tad a tad sama vid mannfolkid og dyrin, tegar tu malar folk ut i horn og gefur teim enga moguleika ta er aldrei ad vita hverju tad getur tekid upp a.

Höfundur