Mánudagur 26.09.2011 - 13:57 - Lokað fyrir ummæli

Páll og athygli trúðsins

Að kalla Pál Vilhjálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni. Þannig virkar það hjá Páli Vilhjálmssyni. Auðvitað er Páll Vilhjálmsson ekki fífl eða kjáni og því síður afkvæmi refs og hunds kattar(leiðr. BK). Hann er beðinn afsökunar á orðfærinu. En svona orðfæri notar hann á aðra til að fá athygli, uppnefnir fólk og meiðir, ætlar því alls konar vitleysu og er hreinlega ófyrirleitinn.  Því fyrr sem hann áttar sig á því að athyglin sem hann fær er athygli trúðsins því fyrr skánar orðræðan og því fyrr geta heiðarlegir nei sinnar hætt að skammast sín fyrir sinn helsta talsmann og hugmyndafræðing.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Umræddur á líklega ekki erindi í umræðuþátt hjá fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega.

    Á frekar heima á Sögu eða þannig fjölmiðli.

  • Kristján G. Kristjánsson

    Ég datt inn í Silfur Egils í gærkvöldi. Fyrsta setningin sem ég heyrði var Páll að gera lítið úr Jóni Gnarr. Ég hlustaði ekki meira á hann.
    Ég hlustaði þess betur á konurnar tvær sem komu í lokin og töluðu afar skýrt og málefnalega.

  • Jamm! Synd með Pál. Eins og hann var nú efnilegur þegar hann var fastur liður í Stundinni Okkar.

  • Svona skrif eru ekki presti sæmandi, manni sem er kirkjunnar þjónn. Rosaleg vonbrigði að vita til þess að svona menn séu innan kirkjunnar.

Höfundur