Mánudagur 26.09.2011 - 13:57 - Lokað fyrir ummæli

Páll og athygli trúðsins

Að kalla Pál Vilhjálmsson skoffín hefur margfaldað aðsókn að síðunni minni. Þannig virkar það hjá Páli Vilhjálmssyni. Auðvitað er Páll Vilhjálmsson ekki fífl eða kjáni og því síður afkvæmi refs og hunds kattar(leiðr. BK). Hann er beðinn afsökunar á orðfærinu. En svona orðfæri notar hann á aðra til að fá athygli, uppnefnir fólk og meiðir, ætlar því alls konar vitleysu og er hreinlega ófyrirleitinn.  Því fyrr sem hann áttar sig á því að athyglin sem hann fær er athygli trúðsins því fyrr skánar orðræðan og því fyrr geta heiðarlegir nei sinnar hætt að skammast sín fyrir sinn helsta talsmann og hugmyndafræðing.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (26)

  • Telemakkos

    Síðuhaldari kynni að vera á hálum ís, því ef Páll er skoffín, hver gæti þá verið skuggabaldur?

  • Hvað er Páll Vilhjálmsson að gera með því að kenna í framhaldsskóla á Íslandi. Maðurinn á ekkert erindi þar inn. Enda gjörsamlega óhæfur sem kennari miðað við það hvernig hann hagar sér á internetinu.

  • Ómar Kristjánsson

    Haha er han að kenna í framhaldskóla?!

    Svosem eftir öðru hér á landi á.

    Afhverju er hann þá alltaf titlaður ,,blaðamaður“.

  • Við hvað starfið þið ÓK og JF…Vonandi eitthvað göfugt í stíl við skrif ykkar

Höfundur