Ég vil þakka Agli Helgasyni að fá hana Vandönu Shivu í Silfrið í gær. Hún fékk vonandi marga til að staðnæmast. Svo voru frjálsu umræðurnar skemmtilegar nema ég veit ekki hvað Páll Vilhjálmsson var að gera þarna. Hann er náttúrulega bara Skoffín sem ryðst fram með upphrópunum og sleggjudómum.
Sammála þér með Pál. einhver lákúrulegasti og subbulegasti bloggarinn á moggablogginu. Á ekki erindi í umræðuþátt á RUV. Kannski á Sögu.
Páll er kjaftfor öfgamaður sem ég man ekki til að hafa verið sammála um nokkuð það sem máli skiptir.
Hitt er annað að þáttur Egils væri ekki það sem hann er ef hann hleypti aðeins einhverjum dauðhreinsuðum gáfumönnum með „réttar skoðanir“ í þáttinn sinn.
Baldur minn.
Ein rödd. Eitt sjónarmið. Ein afstaða. Ein hlið.
Já og amen í þjóðfélagsumræðu, umdeildum málum og stjórnmálum er ekki að sem við þurfum.
Hví þurfa persónur sífellt að flækjast fyrir í allri umræðu? Að því leyti hefur allt stokkið rúm 100 ár til baka á Íslandi. Sjálfstæðisbaráttan hin fyrri var nefnilega lituð af persónulegum deilum.
Kveðja.
Páll kemur aldrei á óvart. Hann sagði það í þessum þætti sem hann hefur sagt árum saman í bloggi Heimssýnar (en Páll er framkvæmdastjóri í hlutastarfi) og í bloggi sínu Tilfallandi athugasemdir. Fyrir fjölda ára var Páll í Alþýðubandalaginu og þar er að finna sjúklegt hatur hans á Samfylkingu. En hann hefur auðvitað rétt á að tjá sínar skoðanir eins og aðrir.