Ólst upp við að Viðreisnarstjórnin væri hörmuleg stjórn. Trúði Tímanum og þjóðviljanum, þórarni Þórarinssyni og Magnúsi Kjartanssyni. Allt var ómögulegt sem þessi íhaldsstjórn aðhafðist hvort sem það voru landráðasamningar við Breta, svik við verkalýðshreyfinguna, sífelld tilræðin við landsbyggðina, fólksflótti og hvaðeina. Seinna áttaði ég mig á að Viðreisnarstjórnin var ein besta ríkisstjórn lýðveldistímans, framfarastjórn.
Ég hygg að núverandi stjórn fái síðar meir ekki verri eftirmæli. Hún erfði gjaldþrota og gjörspillt bú og er langt kominn með að snúa taflinu við þrátt fyrir fúkyrðaflaum úr öllum áttum einkum frá hrunverjum, verndurum sérhagsmuna og öfgafullum andstæðingum ESB. Þrátt fyrir það að stjórnin sé að ná einstæðum árangri nær fúkyrðaflaumurinn nýjum hæðum. Ef ég væri ekki Íslendingur myndi ég halda að Íslendingar væru illyrtir kjánar en það erum við upp til hópa ekki.
Ég sé auðvitað eftir Árna Páli úr ríkisstjórninni en mér líst að mörgu vel á að setja jarðýtuna Steingrím J. Sigfússon yfir atvinnuvegaráðuneytin og Oddnýju Harðardóttur í fjármálaráðuneytið
Og það er gott að losna við Jón Bjarnason. Ég dreg þá ályktun af málflutningi hans að hann vilji þessa ríkisstjórn feiga.
Vel mælt.
Árni Páll leiði nýja Viðreisn.
Án þjóðernis-sósíalista og illa menntaðs háskólafólks úr Samfylkingu sem stefnir að því einu að vera lengur á framfæri skattgreiðenda en Steingrímur og Jóhanna.
Því miður hefur þessi ríkisstjórn ekki dregið úr spillingunni sem hún erfði heldur aukið við hana. Það hefur aldrei verið meiri spilling á Íslandi frá því eftir stríð en núna. Því miður. Þá er ég ekki að draga úr spillingunni í gjaldþrota búinu. Hvernig væri að þú opnaðuir augin og litir inn í bankana og slitastjórnirnar – kæri vin – sr. Baldur!
Ágætur pistill og ég er að mestu sammála þér. Ég hef þó ekki gleymt Viðreisnarhruninu 1967 sem var litlu skárra en en Frjálshyggjuhrunið 2008. Þessar breytingar á ríkisstjórninni voru nauðsynlegar og með fullri virðingu fyrir Jóni Bjarnasyni þá var hann óhæfur, illa máli farinn og svaraði út í axarskaft. Svo er bara að sjá hvort stjórnin haldi velli.
Vel mælt Baldr.
Held þetta verði til góðs, sérstaklega nýtt hlutverk Steingríms.
Gleðilegt ár.