Sunnudagur 25.12.2011 - 10:54 - Lokað fyrir ummæli

Jóladagsprédikunin 2011

Þá er jóladagur runninn upp skýr og fagur. Jólastjarna á himni og hirðingjarnir búnir að finna Jesúbarnið og votta því virðingu sína. Við erum enn á þeim slóðum við vöggu Jesúbarnsins, gleði og spurn í augum. Reyndar tókum við upp gjafirnar okkar í gær þegar við glöddum hvert annað en allt í hinni miklu umgjörð sem er gjöf Guðs til manna í mynd lítils barns.  Við fögnum nýju lífi, nýju barni, sérstöku barni sem hvert barn er vísbending um að lífið haldi áfram, endurnýist, vari og þess vegna uppfylling arfbundinna vona okkar. Já, barn er oss fætt, sonur eða dóttir er oss gefin. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla.  Já hvert barn er arftaki.

Það er náttúrulega enginn Guð til í þeim skilningi sem við leggjum í til- veru eða tilvist- það að vera til. Eini Guðinn er Guð trúarinnar og hann er ekki til nema sem Guð trúarinnar, eða sá Guð sem trúað er á. Og hann lifir ekki í okkar veraldlega heimi heldur í heimi sem við getum þess vegna kallað hugarheim. Það þýðir ekki að hann sé ekki til en hann er ekki af þessum heimi.  Kristnir menn túlka frásögnina um Jesú sem skilaboð frá Guði trúarinnar um að hann standi með mönnunum, fyrirgefi syndir þeirra og þeir komi til hans úr þessum heimi að lífi loknu eða heimsögunni lokinni.  Yfir í ríki hans, guðsríkið, sem er ekki af þessum heimi (og því ekki „til“ í gagnsæilegri merkingu þess orðs).

En Guð er samt ekki fjarlægur. Hann er prsónulegur Guð. kemur til hvers og eins en aðeins til þeirra sem vilja það.  Til þeirra sem taka á móti honum. Hleypa honum inn ï hjarta sitt. Og hann hefur áhif á líf margra og tekur alveg yfir líf sumra með misjöfnum árangri reyndar.
Á jólum, hátíð kristninnar, erum við minnt á allt þetta.. Við staðsetjum frásögnina af inngripi hans í tíma, leikum frásöguna með margvíslegum hætti.  Jólasiðir verða til. Við höldum sömu venjum ævina út og jólin tengja okkur því gegnum kynslóðum eins og biskupinn fjallað svo viturlega um í gærkvöldi, tengjumst Íslandi aldanna.  Og jólin eiga rætur í heiðni og hafa dengt á sig ýmiskonar þjóðverum.

Fyrir jólin eru alls konar tröll og illþýði büin að vera áferð : Gríla, Leppalúði, jólasveinar, jólaköttur…..og bera keim af því að jólin eru upprunnin í heiðni en gegna einnig því hlutverki að halda börnum þægum með því að hræða þau sem er ekki fallegt og vera kontrastur við hið góða sem skellur á klukkan sex.  Gríla var alvöruvarasöm.  Hún var á ferð til að taka óþekk börn sem æpa og hrína, hirðir þau og hefur þau til bíslags fyrir sig og bónda sinn.  Henni kippti þar í kynið við önnur tröll að þykja mikið til koma að hafa nýtt mannaket á jólunum. Var talið vissara að vera ekki úti á jólanóttina til að verða ekki êtinn sem er hlutskipti sem enginn óskar sér.

Jólasiðirnir vitna líka um lífskjör. Vitna um nægjusemi og fátækt eins og þessi kveðlingur hér. 
Það á að gefa börnum brauð/að bíta í á jólunum/kertaljós og klæðin rauð/svo komist þau úr bólunum
Hjálmar frændi í Dómkirkju gæti reynt ad kveða þessa vísu upp þannig að hún endurspeglaði  nútímann.

Og Manneskjan er svo sem ekkert skárri en tröllin. Heimtar nýtt kjöt á jólunum.  En eins og tröllin vilja eta menn vill maðurinn eta sauðfé.
Gömul venja var að slátra kind rétt fyrir jólin til þess að hafa nýtt ket á hátíðinni, kind þessi var kölluð jólaærin.  Annars fór fólk til messu á jólanóttina- þá var ein manneskja skilin eftir heima til þess að gæta heimilisins því að huldufólk sóttist eftir því að komast inn og halda veislur og dansa og fór illa fyrir mörgum manninum sem var að gæta bús og húss. Samkvæmt frásögum urðu menn að fela sig þegar huldufólkið kom. Annars fundust þeir dauðir eða ráfuðu stórskrítnir um það sem þeir áttu eftir ólifað.

Messuferðin var hlaðin siðum og venjum. Allt var með helgisvip orð og látæði. 
Oft vildi jólamessa dragast fram á nýjárið.  I heimild héðan úr Ölfusinu segir að þegar út fyrir túnfót var komið stoppuðu menn og fóru með bæn. Karlar tóku niður pottlok. Þá í kirkju var komið hneigðu menn sig fyrir prestinum.  Í frosthörkum var gott færi, ísalagðar mýrarnar óþurrkaðar engir skurðir.  Verra í umhleypingum, blautt, forugt, þurfti að fara með fjallshlíðum eða með fjöru.

En jólin sjálf svo við snúum okkur að þeim eru eins og við þekkjum matarhátíð og gjafahátíð en í gegnum það og umfram það
eru þau fyrst og síðast tími náungakærleika.  Einsemd er einhvern veginn andstæða jólanna.  Þess vegna er þróun menningar okkar umhugsunaverð. Maðurinn við hliðina á þérsamkjaftar ekki.  En hann er ekki að tala við þig heldur í símann sinn.  Fólk líður um hver í sínum hugarheimi- hlustandi á sinn eigin ipod.  Börn hanga í tölvum og sjónvarpi.  Einstaklingarnir ráfa um í eigin hugarheimi.  Þráðurinn milli manns og manns trosnar. Tæknin færir okkur þannig skoðað fjær hvort öðru. Það er ekki víst að nokkuð hefði orðið úr Jesú ef hann hefð einangast í tölvu. Hann hefði kannski eignast hundrað þúsund fésbókarvini og selt guðsmynd sína á netinu en samfélagsgaurinn sem gekk umeðal fólksins í hópi lærisveina sinna hefði aldrei vaknað enda hefðu lærisveinarnir ekkert tekið eftir honum allir með nýjasta smellinn í Palestínu í ipodinum sínum þar sem þeir gerðu að netum sínum við Geneseretvatnið. Allt væri öðruvísi ef tæknin hefði frelsad okkur á undan frelsaranum. Nei  þó að Jesú hugsaði sjálfstætt og væri ekki hópsál var hann  samfêlagsmaður. Þess vegna er kristnin samfélag. Samfélag manna, ekki í sjálfu sér einstklingsbundin upplifun. Enda er það samfélagið, samneytið við aðra sem stækkar okkur. Hugsum um þetta þegar við sitjum á móti hvort öðru í stofunni um jólin. Hvað væri lífið án annarra.
Við erum öll ljósvíkingar segir Mugison, messías dagsins, svo snoturlega.  Ljósvíkingar bera ljós en ekki sverð.  Það er akkúrat sem þetta tiltekna barn í jólasögunni gerði þegar það óx úr grasi.
Þetta eru held ég viðeigandi hugleiðingar um jól og náungakærleka á degi jesúbarnsins, degi nýja ósjálfbjarga barnsins sem óx upp og varð maður og ákveðin grunntýpa í mannheimi.  Og lífið heldur áfram.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (1)

Höfundur