Fimmtudagur 19.01.2012 - 11:34 - Lokað fyrir ummæli

Baráttan um biskupsstólinn!

Sigríður Guðmarsdóttir og Kristján Valur Ingólfsson hafa nú gefið kost á sér í biskupskjöri. Hvortveggja ákaflega hæfar manneskjur og vel menntaðar sem myndu valda embættinu vel.  Sigríður ætti að höfða til þeirra sem vilja (róttækar) breytingar á kirkju (og samfélagi) að mörgu leyti sömu hópa og vilja nýtt Ísland. Kristján Valur ætti að höfða fremur til þeirra sem vilja yfirvegaðar breytingar, góða kjölfestu og reynslu. Sigríður höfðar, eðli máls samkvæmt, einnig til þeirra sem telja áríðandi að fá konu í stól biskups í öllu falli feminista.  Kristján fremur til þeirra sem vilja líta til hæfileika fremur en kynferðis.  Þarna eru þó ekki skörp skil því að bæði eru jafnréttissinnuð.

Ágætar manneskjur eru með hendina á húninum.  Má þar nefna Sigurð Árna Þórðarson sem stendur alveg á pari við ofannefndar manneskjur í hæfileikum og Jónu Hrönn Bolladóttur sem er prýðilega hæf og  lætur til sín taka hvar sem hún fer og eins og Sigríður ætti að höfða til kvenna og þeirra sem vilja glænýja hugsun.

Það hefur orðið gjörbreyting á biskupskjöri.  Áður voru þetta rúmlega 200 manns aðallega prestar. Nú eru þetta yfir 500 manns að uppistöðu til sóknarnefndarformenn. Sóknarnefndarmenn eru með allt öðru vísi bakgrunn en prestar.  Þetta eru praktískir birnir og birnur sem hafa fyrst og fremst áhyggjur af fjárhag sókna sinna.  Á meðan afstaða presta mótast af margflóknum kenninga, kunningja -, aldurs (m.a. því hvort að menn hafa verið saman í deild)-  og ættartengslum þá er hið nýja ráðandi afl líklegt til að stjórnast meira af almenningsáliti og flokkapólitík.  Þegar hygg ég að það ferli sé hafið að sóknarnefndarformenn fundi með hver öðrum og þeir sterkustu þeirra á meðal beiti áhrifum sínum eins og í öllu mannlegu félagi.  Þarna mun ekki eiga sér stað samráð á sóknargrunni milli prests og sóknarnefndarformanns þar sem presturinn leggur dóm á kenningarlega þáttinn heldur munu leikmenn leita hvorn annann uppi og í raun og veru ráða niðurstöðu. Í þessu umhverfi er vissulega er gott að vera kvenframbjóðandi þar sem sterk krafan er sú að kona verði biskup en það verður líka gott að vera yfirvegaður reynslubolti.  Líklegt er að frambjóðendur hagi sér meira og minna eins og pólitíkusar á næstu vikum, reyni að höfða til sem flestra og verði því varkárir og yfirvegaðir en jafnframt róttækir og spennandi.  Og nú reynir á hver hefur besta biskupsnefið.

Og það getur skipt máli fyrir íslenskt samfélag hver verður biskup. Þetta er í öllu falli áhrifastaða.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (21)

  • Nú verð ég að leggja orð í belg.

    Það versta sem guðfræðingar geta hugsanlega gert til að reyna að sanna tilvist Jesú Krists er að bera hann saman við Sesar. Sesar er sögulegasta manneskja fyrr og síðar. Sjáðu til, það eru til þúsundir af myntum með mynd af honum og áletrun með nafni hans sem hann lét gera og dreifa um Rómarveldi. Svo eru til mjög mikið af samtímaheimildum. T.d. bréf Ciceros þar sem hann talar hversdagslega um hann, „ég hitti Sesar í dag, hann var í grænum sandölum“. Auk þess skrifaði Sesar margar bækur sjálfur sem eru varðveittar. Til eru yfirlýsingar frá honum ritaðar á stein, til eru fleiri tugir sagnfræðirita frá fornöld sem tala um hann, sumar samtímasögur. Auk þess héldu afkomendur hans og arftakar minningu hans lifandi með styttum og lofgjörðum sem eru til enn þann dag í dag. Ekkert sem ég eða þú getum gert mun nokkru sinni skrifa okkur jafn rækilega inn í söguna og Júlíus Sesar. Sannast sagna, Nonni, þá er miklu auðveldara að efast um að þú sért til en Sesar.

    Líkingin við Sókrates er hinsvegar afar góð.

  • ,,Þarfnast engra yfirnáttúrlegra útskýringa?“

    Að sjálfsögðu ekki.

    Ekki frekar en það þarfnast yfirnáttúrulegra útskýringa að trésmiður nokkur hafi verið uppi í Júdeu á tilteknum tíma.

    Eins og þeir segja í Búlgaríu: Take a grip.

  • Og ekki tek mark á meira mark grænum sandölum en falskir mynt.

    Hversu lengi hyggjast falsarar og fúskarar reyna þolinmæði vora?

    Var Cicero annars til?

  • Friðrik Tryggvason

    Nonni þetta er nú óskup mikil vitleysa í þér. Ég get allveg fallist á að Jesú hafi verið til. Að hann hafi verið guð er að mínum dómi ekki rétt.
    Ertu annars ekki sammála að sönnunar byrðin á guðdómi sé hærri en á tilvist venjulegra manna?

Höfundur