Föstudagur 20.01.2012 - 15:01 - Lokað fyrir ummæli

Bjarni Ben. tapar umræðunni!

Ég horfi með hryllingi til elliáranna og eftir daginn ákveðinn í að fresta þeim sem lengst. Ég ákvað nefnilega að horfa á umræðuna um tillögu Bjarna Benediktssonar slïkt horf mun vera helsta iðja ellibelgja. Þó uppgötvar maður ýmislegt: Árni Þór er betri en maður hélt. Þór Saari er beittasti hnífurinn í skúffunni. Karlar leika aðalhlutverkið á Alþingi. Gunnar Bragi ætti að vera í Sjálfstæðisflokknum. Ólöf Nordal talaði með hrokafullum hætti til Lúðvíks Geirssonar og hefur ekki efni á því og….þetta mál á ekkert erindi inn á Alþingi.  Kaupi ég ekki rök Atla Gíslasonar að enn og aftur þurfi hann og samþingsmenn hans að fara að velta við öllum steinum eins og hann orðar það. Menn verða bilaðir ef þeir setja sêr ekki mörk í steinaveltingi.  Og það stenst ekki skoðun, eins og umræðan er að leiða í ljós að, Alþingi sé að skipta sér af ferli þessa máls.  Það er og á að vera úr þess höndum.

Og frávísunartillaga er ágæt. Um hana verða ekki greidd atkvæði fyrr en eftir ítarlega 1. umræðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (19)

  • Sammála þessu í einu og öllu.

  • „Menn verða bilaðir ef þeir setja sêr ekki mörk í steinaveltingi. “
    Hár-rétt, Baldur!
    Fiskarnir undan steinunum verða
    hvort sem er bara saltaðir og faldir undir næstu steinum.

  • Mér finnst skrítið að menntaður maður í siðfræðum og guðfræðum skuli ekki færa betri rök fyrir málflutningi sínum en þetta. Hér koma fram skoðanir sem eru að mínu mati mannfyrirlitlegar og á skjön við meginreglur réttarfars í hinum vestræna heimi. Eða gerir Baldur sér ekki grein fyrir því, að ákæra Alþingis á hendur Geir Haarde skapar fordæmi til að stefna Jóhönnu og Steingrími fyrir Landsdómi vegna Icesave málsins sem má færa rök fyrir að vera landráð. Og ekki síst þá staðreynd að Steingrímur framseldi eignir Íslendinga sem nema hálfri þjóðarframleiðslu í hendur evrópskra glæpamanna. Þetta mál er ávísun á pólitískar blóðhefndir um langt árabil. Fordæmi krefst þess að sambærileg mál verði rekin fyrir Landsdómi.

    Heyr á eindemi!

    Það er skömm af því að jafn vel menntaður maður og Baldur skuli ekki gera betur grein fyrir málflutningi sínum sem er í alla staði alvarlegur.

  • Akkúrat, Gunnar; um að gera að sjá rækilega til þess, að aldrei verði hægt að láta stjórnmálamenn bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut! Og ekki koma með að þeir fái sína refsingu í næstu kosningum; slík rök eru hin mesta rökleysa, enda setja þeir sér leikreglurnar sjálfur!

Höfundur