Ríkisstjórnin á víst afmæli í dag. Hún er um margt merkileg. Hún
tekur við versta búi síðan í kreppu millistríðsáranna. Hún hefur mátt búa við ósvífnasta umtal allra tíma. Hún er með fleirri útundansérhlaupara en nokkur önnur ríkisstjórn. Hún kaupir sér ekki vinsældir með ábyrgðarleysi. Hún er að meirihluta til skipuð konum. Forsætisráðherran er kona og það er í fyrsta skipti hér á landi. Og það sem merilegast er: Ríkisstjórnin er að hrista af sér allar hraksspár og er að ná mjög góðum árangri. Er að standa sig mjög vel.
Við skulum vona að þúsundirnar sem flúið hafa land fái numið þann boðskap að ríkisstjórnin sé að standa sig vel.
Svo ekki sé nú minnst á þær tugþúsundir heimila í landinu sem ná ekki endum saman vegna atvinnuleysis, stökkbreyttra lána, verðtryggingar og ofsköttunar.
Litlu verður Vöggur feginn.
einmitt, þess vegna er verðbólgan yfir 6% 😉
Við eigum að vera málefnaleg og sanngjörn.
Þetta er mjög góð grein hjá Baldri.
Það varð hrun rósa mín! Kv. B