Miðvikudagur 01.02.2012 - 17:17 - Lokað fyrir ummæli

Ríkisstjórn hristir af sér hrakspár!

Ríkisstjórnin á víst afmæli í dag. Hún er um margt merkileg. Hún
tekur við versta búi síðan í kreppu millistríðsáranna. Hún hefur  mátt búa við ósvífnasta umtal allra tíma. Hún er með fleirri útundansérhlaupara  en nokkur önnur ríkisstjórn. Hún kaupir sér ekki vinsældir með ábyrgðarleysi.  Hún er  að meirihluta til skipuð konum.  Forsætisráðherran er kona og það er í fyrsta skipti hér á landi.  Og það sem merilegast er:  Ríkisstjórnin er að hrista af sér allar hraksspár  og er að ná mjög góðum árangri. Er að standa sig mjög vel.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (18)

  • Tek undir hvert orð Baldur. Það hefur einnig verið gríðarlegur kostur að fólk hefur getað farið utan og fengið vinnu í stað þess að veslast upp í atvinnuleysi hér. Síðar kemur þetta fólk forframað heim og lætur að öllum líkindum gott af sér leiða. Það er einmitt tilgangur hins opni vinnumarkaðar EES að gera þetta kleift, að miðla vinnukrafti á milli svæða eftir atvinnuástandi á hverjum stað.

  • Mikið rétt: það „varð hrun“. Það þýðir hinsvegar ekki að þessi ríkisstjórn hafi sýnt ásættanlegan – hvað þá „góðan“ – árangur við að takast á við eftirstöðvar þess. Eftir hrun hefur nánast allt gengið á afturfótunum og hver mistökin rekið önnur; axarsköftin og klúðrin hrannast upp og öll orka stjórnarinnar farið í almannatengsl og innbyrðis átök í stað þess að vinna fyrir þjóðina í landinu.

    Allir þeir sem taka pólitísku gleraugun niður og skoða fordómalaust hvernig hér hefur verið haldið á spilum eftir hrun hljóta að viðurkenna að staða lands og þjóðar væri allt önnur – og betri – ef hér hefði almennileg ríkisstjórn, jafnvel þjóðstjórn vel gefinna einstaklinga, setið við völd.

    Jú, vissulega tók ríkisstjórnin við erfiðu búi en hefur á undraverðan hátt tekist að klúðra hverju málinu á fætur öðru svo gjörsamlega að þjóðin er nú í helmingi verri stöðu en var.

    Nú veit ég ekki hvernig er með ykkur hin, en á mínum vinnustað eru takmörk fyrir því hversu lengi menn fá að klúðra málunum og samtímis afsaka sig með því að starfið sé bara „svona erfitt“. Eftir þrjú ár í starfi en getandi samt ekki sýnt fram á neinn árangur, heldur þvert á móti gert stöðu fyrirtækisins sýnu verri … ég held að á flestum vinnustöðum væri slíkt fólk látið taka pokann sinn og þótt fyrr hefði verið.

    Enda er að fjara býsna hressilega undan þessari „ræfilsins“ stjórn (svo ég beiti fyrir mig hjartahlýju orðalagi stjórnarþingmanna); klappstýrur stjórnarinnar fáar og daprar í bragði, áróðursstríðið löngu tapað.

  • Pétur postuli

    „Það er rétt hjá Lilju Mósesdóttur. Það er sanngirnishalli í Þjóðfélaginu. Réttlætinu er áfátt. Þeir sem sem áttu sitt í íbúðarhúsnæði sínu voru rændir í hruninu (eins og svo margir aðrir). Mikilvægt skref til réttlætis er að öll lán með veði í íbúðarhúsnæði verði skrúfuð niður um 15-20%. Rök þeirra sem þetta mæla eru sanngirnisrök. Þessi aðgerð þarf ekki síst að ná til þeirra sem fjárfestu af skynsemi í eigin íbúðarhúsnæði og hafa staðið í skilum. Og ræningjana þarf að elta uppi og gera þá að betri mönnum. Það á ekki að líða það að þeir flækist um á lúxsusbílum og búi í glæsivillum. Það er hins vegar gott í öllu fólki. Þeir gætu orðið góðir bakarar og slökkviliðsmenn (með fullri virðingu fyrir þeim stéttum) svo vísað sé í Kardimommubæinn.“

    Svo mörg voru orð séra Baldurs í síðasta pistli. Meinti hann ekkert með þeim?
    Hringsnýst nú séra Baldur og segir nú að ríkisstjórnin sé „standa sig mjög vel.“
    Hvað sagði Prédikarinn um hina hringsnúandi menn, sem séra Baldur nú?
    Að þeir væru aular, var það ekki séra Baldur?
    Hvað hefur ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur gert til að koma á réttlæti?
    Hefur hún ekki bara hringsnúist í kringum auðróna og fjárglæpamenn og talað tungu þeirra um að „því miður getum við ekkert meira gert“ (en að dansa í kringum glæpi þeirra og segja hallelúja)?
    Er ekki kominn tími til að séra Baldur lesi nú Prédikarann yfir hausamótum frú Jóhönnu og minni hana á að aldrei muni frú Jóhanna, sama hvað hún puði og puði með bankaglæpamönnum, öðlast fegurð lilja vallarins?

  • Pétur postuli

    En það al-dapurlegasta er, að séra Baldur virðist alveg gleyma því að bæði Össur og f´ru Jóhanna sátu í hrunstjórninni og frú Jóhanna mas. í Fjármálanefnd ríkisstjórnar Geirs H. Haarde, ásamt ISG og ÁM. Frú Jóhanna ætti því að axla sína ábyrgð og fara fyrir Landsdóm.

Höfundur